Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 46
44
Ármann Jakobsson
Ég tel engan vafa leika á að Pétur hafi komist nær því að fmna sögulok
íslendinga sögu en þar með er ekki sagt að Sturla hafi ekki tekið skýra, pólitíska
afstöðu í lýsingu sinni á Örlygsstaðabardaga og Flugumýrarbrennu. Sú afstaða
helgast aftur á móti ekki af óbeit á einstökum mönnum eða velvild til annarra
heldur djúpstæðri andúð á ófrið aldarinnar og viðleitni til að gera sem mest úr
hryllingi ofbeldisins. Ofbeldinu er lýst af mikilli nákvæmni frá sjónarhorni þeirra
sem eru drepnir. Vígaferlin eru ekki upphafm og í þeim birtist hvorki drenglyndi
né hetjuskapur. Það sem Sturla Þórðarson leitast við að sýna er ofbeldið í sinni
ómenguðustu mynd. Vígaferlin sem hann lýsir eru voðaverk og ófriðurinn sjálfur
er voði. Þetta er kjarninn í hugmyndafræði íslendinga sögu.14
Um tilgang íslendinga sögu
íslendinga saga er lýsing á ófriði og ofbeldi aldarinnar sem kennd hefur verið við
ætt Sturlu Þórðarsonar. En hvaða tilgangi þjónar sú lýsing? Ég tel að íslendinga
saga sé friðarsaga, rituð í kjölfar langvinnrar borgarastyrjaldar af konunglegum
sagnaritara og einum helsta embættismanni hins nýja skipulags. í sögunni deilir
hann hart á ófrið sinnar aldar og það ofbeldi og hryðjuverk sem íylgdu honum
og kom ekki síst niður á saklausum.15 En jafnframt því að vera ádeila á borgara-
styrjöld fyrri aldar verður hún eins konar réttlæting fyrir samningnum við
Noregskonung og lóð á þá vogarskál að sú stefna sem íslendingar tóku þá hafi
verið sú eina rétta.16
Um friðarafstöðu Sturlu þarf ekki að efast. Hún kemur heim og saman við þá
mynd sem dregin er af friðarhöfðingjanum Gissuri ísleifssyni í Kristni sögu. Þar
segir: „Gissur byskup friðaði svo vel landið að þá urðu engar stórdeilur með
höfðingjum en vopnaburður lagðist mjög niður.“ Einnig segir þar um ástandið í
landinu á tímum Hafliða og Þorgils að „þá var svo lítill vopnaburður að ein var
stálhúfa þá á alþingi“.17 Auk þess hefur vakið athygli manna að hvarvetna sem
greint er frá átökum eða vopnaviðskiptum er Sturlu jafnan að litlu eða engu
Sturlunga, II, Jón Jóhannesson, Kristján Eldjárn og Magnús Finnbogason gáfu út, Reykjavík,
1946, bls. xxxiv-xxxviii) ættu að fá aukinn styrk af niðurstöðum mínum. Það gildir einnig um
þá almennu skoðun að fslendinga saga sé rituð á seinustu æviárum Sturlu.
14 Hans Kinck hélt því fyrstur fram að manndráp í Sturlungu endurspegluðu vemleikann „i al sin
usminkede raaskap", eins og hann orðar það, „uten Valhallafestivitas, uten de senere tiders
digtende forgyldning og beskrivende skablon, uten heltenes rode skarlakskjortler og det guld-
indlagte sverd“ (StorhetstidOm vort aandsliv og den literœre kultur i det trettende aarhundrede,
Kristiania, 1922, bls. 4) Á seinustu árum hafa Gunnar Karlsson („Siðamat fslendingasögu,“
Sturlustefna, Reykjavík, 1988) og Guðrún Nordal („Eitt sinn skal hverr deyja," Skímir, 163,
1989, bls. 72-94) haldið fram svipuðum hugmyndum án þess þó að gera sambærilega rannsókn
og hér er gerð.
15 Sturlunga saga, II, bls. 754.
16 Þar með er ekki sagt að íslendinga saga sé ekki sagnfræðirit. Sú skoðun er gömul að hlutverk
sögunnar sé ekki síst að draga af henni einhvern lærdóm. íslendinga saga virðist einmitt vera slík
„leiðbeinandi saga“.
17 Kristni saga, B. Kahle gaf út, Halle, 1905, bls. 50 og 54.