Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 211
Bókmentasaga Islendtnga
209
y) bls. 288:22-297:16, eða 11.-16. gr., er einnig norræn staffræði, en miklu
seinni ritgjörð en P), en þó bygð á annari eldri ritgjörð, sem ekki er miklu ýngri
en P) og samin með hliðsjón til hennar, á að gizka um 1200.
8) bls. 297:17-307, eða 17.-25. gr., er orðafræði.
e) bls. 308-335:6 er latínsk skrúðfræði {schemata, figurœ orationis), heimfærð
til norræns skáldskapar; ritgjörðir 8) og e) eru samdar af Ólafi hvítaskáld, en
líkindi til þess mun eg tilfæra seinna, þegar minnzt verðr á Ólaf.
Q Það sem þá kemr frá bls. 335:6 og allt út til enda ritgjörðarinnar á bls. 335,
hefir annar seinni maðr tekið saman og hnýtt við hina íyrri ritgjörð Ólafs. Hver
þessi seinasti maðr sé, er með öllu óvíst, en gizka má, að það hafi verið Bergr ábóti
Sokkason (sem dó á síðari hluta 14 aldar); og sé svo, þyki mér líklegt að hann hafi
líka búið til ritgjörð y) eptir annarri eldri, og að hann hafi safnað þessum
ritgjörðum saman og gert formálann íyrir þeim, a). En formálinn fyrir Snorra-
eddu [sjálfri] bls. 1-16, svo og Eptirmálarnir, bls. 78og88—90, munu vera nokkuð
eldri, íyrst þeir finnast á Konungsbókinni.
Nafnið Edda er trauðlega eldra en frá 14 öld. Það kemr fyrir: 1) í fyrirsögn
Uppsalaeddu, 2) í [skinnbókarbrotinu] AM 757 ([þar sem segir:] „Svo segir í bók
þeirri, er Edda heitir“), 3) í Guðmundardrápu, er orti Arni ábóti Jónsson að
Múnkaþverá (h.b. 1370), [þar segir] í 78 erindi („Yfirmeisturum mun Eddu listar
— allstirðr sjá hróðr virðast"), 4) í Guðmundarkvæði, er bróðir Arngrímr orti
([Það kvæði er] ort 1345, [eins og sjá má af] 47 erindi), [þar segir] í 2 erindi
(„Rædda ek lítt við reglur Eddu, — ráðin mín ok kvað ek sem bráðast“). 5) í Lilju
([sem] kveðin [er] 1358) í 97 erindi („eigi glögg þó Eddu regla — undan hljóti
að víkja stundum"), 6) í Nikulásardrápu Halls prests [, sem vera mun nokkuð
yngri en Lilja. Þar kemur orðið fyrir]29 í 4 erindi („málsnild, aktan skýrra skálda,
— skil veglegrar Eddu reglu“). 7) í hinum styttri Annálum, sem áðr eru nefndir
[og sem skrifaðir eru fyrir 1400]. Edda merkir lángömmu, og lítr svo út, sem
verkið hafi verið farið að þykja heldr fornlegt30 þegar það fekk þetta nafn.
Kvœði Snorra. Fæst er til af kvæðum Snorra. Af því, sem til er, er Háttatal
merkilegast. Til þess31 vitnar Ólafr hvítaskáld 7 sinnum í ritgjörð 8) og e); Sturla
Þórðarson þrisvar í Hákonar sögu gamla, síðasti höfundr Eddu tvisvar (Sn. Ed.
bls. 344), og Eddubrotið í Ormsbók tvisvar (Sn. Ed. bls. 201, 203). Snorri orti
lofkvæði um Hákon jarl Galin, systurson Sverris konungs (varð jarl 1205,11214),
og sendi jarlinn gjafir í móti, sverð og skjöld og brynju, og ritaði til Snorra, að
hann skyldi utan fara [á fund sinn], og lézt til hans gera mundu miklar sæmdir,
og var það mjög í skap Snorra, en jarlinn andaðist í þann tíma, og brá það för
Snorra um nokkurra vetra sakir; þetta kvæði er nú ei til. Vetrinn 1218-19 var
Snorri með Skúla jarli í Noregi, en um sumarið eptir fór hann austr á Gautland
á fund frú Kristínar, er átt hafði Hákon jarl Galin. Snorri hafði ort um hana kvæði
29 í 280 8vo segir hér aðeinr. „eptir 1400“.
30 Neðanmáls standa þessir útreikningar: 1345/1230/115 of33/4/[[132]] 120.
31 Leiðr.; „þess“ 281 8vo, „hans“ 280 8vo.