Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 149
Fommenntamenn uppgötva konungasögurnar
147
þýðingunni og viðaukunum við Saxa á Lundarárunum 1516-26, og hallast að
því að meginhluti verksins sé unninn um miðbik þessa tímabils. Tvennt bendir
til þess: Christjern nefnir tvo menn í textanum, Jens Andersen „som nu er Bisp i
Fyn“ og Pavlus Æmilius „som nu bor i Paris“. Andersen lét af störfum 1529, og
Æmilius dó sama ár. Við þetta bætist að Christjern virðist ennþá hafa verið
kaþólskur þegar hann skrifaði þetta.
Ég hef ekki orðið var við að neinn þeirra sem hafa skrifað um þetta verk
Christjerns hafi borið brigður á tímasetningu Brandts. Ég læt nægja að vísa til
danskrar fræðisögu Ellen Jörgensen5, og til greinar Gustavs Storm, Biskop Isleifi
krönike.6 Hér setur Storm fram á grundvelli tímasetningar Brandts skemmtilega
kenningu um hvernig konungasagnaágripin frá Noregi hefðu getað orðið til, en
fyrst gerir hann grein fyrir hvaða handritum þau byggist á. Storm sá að a.m.k.
þrjú handrit hafa verið notuð, og hann greinir þau sem Bergsbók, Fagurskinnu B
og eitt Heimskringluhandrit. (Síðan hefur Jakob Benediktsson leitt líkur að því
í Skírnisgrein frá 1955 að þetta Heimskringluhandrit hafi verið Kringla). Og
Storm gerir þá athugasemd að Christjern hafi ekki verið ljóst að hann hafi haft
meira en eina kroniku undir höndum, og því kallað ágripin öll Biskop Islefi
krönike. Storm ályktar síðan að ágripin séu gerð af öðrum manni, og að Christjern
hafi pantað þau frá Noregi. Ef við leitum að líklegum húmanista í Noregi á öðrum
áratug sextándu aldar, koma ekki margir til greina. Þó einn: Erik Valkendorf.
Storm giskar á að Erik hafi verið milliliður, og fengið skinnbókarlæsan Norðmann
til að skrifa ágripin handa vini sínum. Því verður ekki neitað, að margt styður
þessa tilgátu. Þeir Erik og Christjern höfðu gert hvor öðrum greiða áður. Storm
bendir á, að sá sem hefúr gert ágripin hafi verið vel kunnugur í Niðarósi. Hann
hafi þekkt borgina vel og t.d. vitað hvar í Kristkirkju Magnús hinn góði lá grafinn.
Áður en ég rökræði tilgátu Storms, er rétt að nefna að önnur kenning hefúr
verið sett fram af Asgaut Steinnes, fyrrverandi þjóðskjalaverði Noregs. I grein í
Maal ogminneíví 1962 heldur hann því fram að ágripin gætu verið skrifuð í Ósló
og pöntuð af Christjern sjálfúm ef hann hefur fylgt herra sínum þangað 1531.
Þessi tilgáta byggist á röngum forsendum, án þess að ég rökstyðji það nánar hér.
Enda hefði Steinnes örugglega séð það sjálfur, ef hann hefði þekkt fyrrnefnda
Skírnisgrein eftir Jakob. Aftur á móti erýmislegt annað gagnlegt í grein Steinness,
og mun ég drepa á það síðar.
Eitt atriði í tilgátu Steinness er einkar athyglisvert, þó að það sé ekki mjög
gagnlegt. Til að tengja ágripin við hugsanlega Óslóarferð Christjerns 1531 varð
hann að gera ráð fyrir að þau væru yngri en menn höfðu talið. En hann rökræðir
þetta ekki frekar, og gefúr engan gaum að rökum Brandts.
Ég held reyndar að það sé fúll ástæða til að líta nánar á tímasetninguna. Rök
Brandts fyrir því að Christjern hafi unnið að kronikunni á Lundarárunum, eða
5 Ellen Jorgensen, Historieforskning og Historieskrivning i Danmark indtil Aar 1800, 3. oppl.,
Kaupmannahöfn, 1964, bls. 71.
Gustav Storm, „Biskop Isleifs krönike“, Arkiv for Nordisk Filologi, II, Christiania, 1885, bls.
319.
6