Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 162
160
Elín Bára Magnúsdóttir
íslands háttalag ert vís orðinn, eður hefir þú siglt þangað?" Hann bað Guð sig þar frá
varðveita, og segir Oðinn mætti það gjöra, en hann aldrei. í því bili Ijet eg honum tvær
gildar eyrnafíkjur ríða. Öllum kemur í stans. Einar hljóp út, nær hann sá hvað gjörðist.
En þessi hljóp yfir borð og hugði mig strax að helfæra. Við gripumst fyrir. Nokkrir
vildu áþyngja mjer, en húsbóndinn fyrirbauð öllum með okkur að skakka. Svo varð
að hann komst undir og dreyrði úr nösum nokkuð, því hann fékk mörg þurr högg.
Húsbóndinn strauk undan borðum og hans gestir og drógu þennan út, með rifinn
kraga og blóðugar nasir, og kváðu allir honum verðugt vera. Og húsbóndinn lofaði að
slíkur skálkur og orðsnápur skyldi þar aldrei framar meir inn koma, og kvað mig lofs
verðan, að eg svo við hann hefði undirtekið og útreitt, af vandlæting vegna míns
föðurlands. Og varð eg þar svo velkominn gestur, er mig þar að bar. (70)
En þótt Jón láti hér tvær eyrnafíkjur ríða og þaggi þar með niður í þessum var
það ekki vani hans að lemja á mönnum þegar hann lenti í átökum heldur reyndi
hann eftir fremsta megni að forðast slíkt. Það sem nýttist Jóni hins vegar vel í
útistöðum við menn var orðfimin og veigraði hann sér ekki við að beita þeim
hæfileika sínum óspart enda hafði hann þar alltaf betur — að eigin sögn. En þessi
hæfileiki leiðir til þess að hann tekur að ofmetnast og gerist helst til höfðingdjarfur.
Samskipti Jóns við næstu yfirmenn sína má a.m.k. skoða í því ljósi en eins og
hann fékk að lokum að reyna var hann þar komin út á hála braut.
Vorið 1618 fer Jón með skipaflota konungs til Svalbarða en á þeim tíma töldu
menn Svalbarða vera hluta af Grænlandi (sbr. Sigfús Blöndal 1908-9: 124). Þar
dvaldi flotinn sumarlangt við hvalveiðar en þar voru einnig staddir Englendingar
og Hollendingar í sama tilgangi. A Svalbarða lentu aðmírállinn Henrik Vind og
kapteinninn Enevold Kruse2 upp á kant hvor við annan af litlu tilefni eins og Jón
getur um. Kruse ætlaði að bjóða Vind og enskum kapteini til veislu á skipi sínu
og hafði látið skreyta skipið af því tilefni. Það var hins vegar ekki gert í samræmi
við „kóngsins artíkulum" og af þeim sökum reiddist Vind og afþakkaði boðið.
Eftir það ræddust þeir ekki við og varð fjandskapurinn svo mikill á milli þeirra að
þeir þoldu ekki við á sama stað. Jóni leist illa á blikuna og bar hag flotans fyrir
brjósti því honum fannst þetta mál vera vandræðalegt út á við. Hann áræðir að
skipta sér af þessu máli og segir aðmírálnum sína skoðun. Það óvænta gerist að
aðmírállinn hlustar á hann og býður Jóni að gerast milligöngumaður í sáttaleitan
þeirra. Jón segir svo frá þessum atburði:
Ein tíma bar svo við að aðmíráll fór til lands og eg óverðugur var einnin ásamt mínum
fleirum cameratis í ferðinni með. Dirfðist eg að tala til aðmíráls nær hann var á land
genginn og tala um þetta efni, og sagði eg það liti illa út efþeir gæfi sigsvo til heimferðar
óforlíktir, bæði vor á meðal og framandi, en ei allra síst er þeir kæmi heim á kóngs og
annara góðra vina fund. Hann þyktist nokkuð við og spurði mig hvort eg þættist vera
góður til að forsvara hans tráss og lögbrot, sem hann í móti kóngsins mandat og
befalningu gjört hefði. Eg sagðist það afneita, heldur það í góðri meiningu nefnt hafa,
2 Jón nefnirhannalltafGabriel Krusesem mun vera rangt, sbr. nmgr. SigfúsarBlöndals (1908-9),
bls. 129.