Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 237
Ritdómar
235
Kaflanum lýkur á þeirri hugmynd að merking orðsins saga hafi smám saman
breyst frá því að geta þýtt stuttar munnlegar sögur í það að þýða langar ritaðar
frásagnir. Það er í samræmi við umskiptin frá munnmenningu til ritmenningar
en rétt er þó að minna á að í Landnámu er enn talað um sögur í fyrri merkingunni.
Þriðji kaflinn hefst á því að sagt er að sögurnar hvíli á a.m.k. þrem nátengdum
forsendum; þær gefa til kynna að þær séu frásagnir sem miðla munnlegri hefð,
þær ætlast til þess að vera lesnar sem sannar frásagnir og þær hafa hlutlægan
sögumann (bls. 52). Ljóst er að þessi skilgreining á eingöngu við klassískar 13.
aldar sögur en hún er ágæt sem slík. Meginhugmynd kaflans er sú að hinar rituðu
sögur séu meðvitað framhald hinnar munnlegu hefðar, að vísanir í hana séu
jafngildi formála fyrir öðrum sagnaritum (bls. 56) og „höfundarleysið“ undirstriki
þetta. Þessi nánd hefðar og ritaðrar sögu er því ein helsta undirstaða greinarinnar
(sjá bls. 63). Nándin gerir það einnig að verkum að ástæðulaust er að mati
Meulengracht Sorensens að gera greinarmun á höfúndi og sögumanni, að sögu-
maðurinn sé hreinlega að miðla því sem til hans er komið. Þetta er það sem
sögurnar gefa sjálfar til kynna með frásagnarhætti sínum. Taka má undir að
höfundar þeirra hafi talið sig vera að miðla þeim sannindum sem þeir tóku við
frá ýmsum heimildum en hins vegar var sannleikshugtakið rúmt og söguháttur
íslendingasagna var slíkur að svigrúm var til þess að leika með merkingu og
blæbrigði, íróníu o.s.frv. Höfúndur segir að hinn hlutlægi stíll sé, eins og fræði-
menn hafa sýnt fram á, afrakstur langrar þróunar, að sögur hafi verið slípaðar til
smám saman. Fóstbræðra saga sé undantekningin sem sanni þá reglu. I heild má
segja að í þessum kafla sé verið að umskrifa hefðbundnar skoðanir á hinum
klassísku íslendingasögum inn í nútímalegri fræðilega orðræðu. Einmitt ynging
Jónasar Kristjánssonar á Fóstbræðra sögu, sem höfundur fjallar nokkuð um, er
þó eitt af þeim atriðum sem gera það að verkum að hefðbundnar skoðanir á aldri
og jafnvel eðli Islendingasagna riða til falls.
Fjórði kaflinn fjallar um rofin þrjú í sögunni, landnámið, kristnitökuna og fall
þjóðveldisins og hvernig þau enduróma í þeim sjálfsskilningi íslendinga sem birtist
í sagnarituninni. Fortíðin varð eins konar fyrirmynd og liður í sjálfsskilgreiningu,
og gamla hnignunarkenningin um inntaksleysið eftir 1262 lifir góðu lífi.
Með fimmta kafla lýkur hinni bókmenntalegu umfjöllun um sögurnar. Þar eru
dregnar bókmenntasögulegar útlínur, svipmyndir af því hvernig dróttkvæðahefð-
inni og lagakunnáttunni var haldið við, auk þess sem þekking á aðfenginni
mælskulist var til staðar. Líkast til hafa þessir þættir verið einna mikilvægastir við
mótun íslendingasagnanna. Þó er upphaf þeirra og mótun þoku hulið, við sjáum
bara hnignunina! Höfúndur telur að efasemdaviðhorf það sem hann eignar
höfúndi Þorgils sögu og Hafliða hafi fljótlega vikið fyrir rýmra sannleikshugtaki
og teflir fram mönnum eins og Snorra og Sturlu, sem voru góð skáld og sagnamenn.
í heild er bókmenntasöguhlutinn skrifaður af varfærni. Mikið af honum fylgir
hefðbundnum skilningi á fslendingasögunum en er um leið tilraun til að skýra
með nýju og fersku tungutaki þau einkenni sem tíðast er fjallað um, eins og
sannindi, hlutlægan stíl og frásagnarhátt og tengslin við munnlega hefð og söguleg