Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 59
Sannyrði sverða 57
ingum íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar og Islendingasagna sem standa næst
henni af fornsögum að flestu öðru leyti. Þar er um að ræða allt annað viðhorf.
Helstu vígaferli íslendinga sögu
1. Víg Einars Þorgilssonar
Sjónarhorn íslendinga sögu sýnir gleggst afstöðu hennar til vígaferla. Rækileg
yfirferð yfir helstu víg sögunnar leiðir þetta í ljós, svo ekki verði um villst. Sagan
hefst á vígi Einars Þorgilssonar á Staðarhóli (181). Það er sprottið upp úr deilum
þeirra Guðbjargar Álfsdóttur á Heinabergi sem segir frá í Sturlu sögu. Konur og
unglingar standa að víginu. Ekki gefur lýsing þess til kynna að um hreystiverk sé
að ræða. Guðbjörg fer aftan að Einari og heldur honum meðan sonur hennar og
fóstri höggva til hans báðir í senn. Þau ráðast þannig þrjú að honum einum. Ekki
er þar jafn leikur því að hann er á sjötugsaldri og sveinarnir honum viðbragðs-
fljótari. Verður og lítið úr vörn af hans hálfu.
Sárum Einars er vandlega lýst en annað höggið kemur í höfuð honum fyrir
ofan eyra en hitt á kinnina. Hann er þannig særður í andliti og er þess sérstaklega
getið að sárið á kinninni hafi verið „meira ásýndum.“ Sár á jafn áberandi stað,
nálægt sjálfum skilningarvitunum, munu þá sem nú hafa verið mönnum ógeð-
felldari en önnur.64 Síðan er lýst hvernig sárin rifna upp og slær í verkjum svo að
Einar deyr. Þessi rækilega útmálun á sárum Einars verður til þess að draga fram
óhugnaðinn við vígið og vekur ákveðna samúð með honum.65 í íslendingasögum
eru dæmi um að höfðingjar eða kappar séu vegnir af unglingum, konum eða
skillitlum mönnum. Þar má nefna Víga-Styr í Heiðarvíga sögu og Þorkel í Gísla
sögu Súrssonar. Þá er hins vegar oftast um föðurhefnd að ræða en þau Einar og
Guðbjörg deila ekki um sæmd heldur fé. Fyrsta ofbeldisverk íslendinga sögu er
ekki réttlætt með tilvísun til sæmdar heldur er greint frá því á kaldan og
raunsæislegan hátt þannig að tilgangsleysi vígsins og óhugnaður kemur skýrt fram.
2. Víðinessbardagi
Fyrstu bardagalýsingar sögunnar eru fáorðar og því fáar vísbendingar að finna um
viðhorfið að baki. Frásögnin af Víðinessbardaga og falli Kolbeins Tumasonar
(217—219) er afar knöpp og sárum ekki lýst. En þó að hún sé hlutlaus á yfirborði
glyttir í ógæfuna undir niðri. Einkum er það áberandi þegar sáttum hefur verið
náð og byskup ríður af staðnum með menn sína. Þá tekur til orða óheillakráka
nokkur sem nefnist Brúsi prestur og er í lok bardagans talinn upp í hópi fallinna.66
64 Nánari umfjöllun um þetta er í grein GuðrúnarÁsu Grímsdóttur, „Um sárafar í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar," Sturlustefha, einkum bls. 189-190. Þó að tilgáta hennar um að Sturla hafi
notað safh minnisgreina um málarekstur við ritun íslendingasögu (201-202) sé ekki ósennileg
er íslendinga saga ekki rituð í svipuðum tilgangi og Landnáma.
65 Önnur sýn á víg Einars er í bók Gunnars Benediktssonar, Rýnt lfomar rúnir, Hafharfirði, 1976,
bls. 13-21.
66 Arngrímur Brandsson (d. 1361) lýsir Brúsa svo í Guðmundar sögu: „í fýlgd með Kolbeini var
einn vansignaður maður er rétt má kallast krúnaður son Plutonis en prestur, Brúsi að nafni, því