Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 20
18
Terry Gunnell
sömu tegund (Bate 1976; Brennan 1968; sjá myndnr.4)}A Babio, sem hugsanlega
var samið í Bretlandi á síðara hluta tólftu aldar, fjallar um svipað efni og verkin
tvö sem voru nefnd hér að framan. Um er að ræða samtal frá byrjun til enda, og
flest handrit þess hafa einhvers konar merkingar á spássíunum fyrir mælendanöfn.
Eins og Malcolm Brennan hefur sýnt fram á (1968, 9-31; sjá líka Axton 1974,
29-31; og Dronke 1983, 113), er þörf fyrir fleiri en einn leikara á einföldu sviði
ef verkið á að komast til skila til áhorfenda.
Fyrstu leikverkin sem voru skráð á þjóðtungu í Norður-Evrópu, þ.e.a.s. á
frönsku og ensku, eru frá svipuðum tíma, miðri tólftu öld fram til síðari hluta
þrettándu aldar, en á því tímabili voru eddukvæðin líklega fyrst skráð. Það ætti
ekki að koma á óvart að í handritum fyrstu þriggja „leikritanna“ í Bretlandi sem
vitað er um eru einnig mælendakynningar á spássíum. Leikritin fjalla einnig um
mjög svipað efni og Babio, De nuntio sagaci og Pamphilus. Verkin sem um er að
ræða eru Dame Sirith („Frú Sigríður“; Bennett og Smithers 1966, 80-95) og
Interludium de clerico et puella („Leikritið um fræðimanninn og stúlkuna“;
Bennett og Smithers 1966, 197-200) sem eru skrifuð á mið-ensku og varðveitt í
handriti og handritsbroti frá síðari hluta þrettándu aldar (MS Digby 86, fol.
I65r-l68r, og BMMS Add. 23986). Gilote et Johane er skrifað á frönsku og er
varðveitt í ensku handriti frá fyrri hluta fjórtándu aldar (BM MS Harley 2253,
fol. 67v-68v; sjá Ker 1965). Mælendamerkingar í Sirith (skammstafanir „T“ fyrir
frásagnarmanninn, „C“ fyrir Clericus, „V‘ fyrir Uxor og „F“ fyrir Femina) eru
ritaðar hægra megin við textann þar sem við á, en þessu kerfi er þó ekki haldið út
leikritið. í Gilote et Johane eru mælendamerkingar staðsettar á ytri spássíum á fol.
67*r, en á vinstri spássíunni á fol. 68r („J“ fyrir Johane, „G“ fyrir Gilote og „UX.“
fyrir Uxor), en eins og í Sirith er þessu kerfi ekki haldið út leikritið.
Það hefur verið deilt um hvort þessi verk hafi verið flutt af einum leikara eða
fleirum, en án efa voru þau leikin, líklega af farandleikurum (Axton 1974,21-23;
Revard 1982, 126-127; Dronke 1983, 109-113; Moore 1988, 21-24). í Sirith,
til dæmis, er nauðsynlegt að grátandi hundur sé til staðar. Eins og minnst var á
hér að framan, eru spássíumerkingar í Interludium de clerico etpuella greinilega
skyldar þeirri hefð sem var notuð í ritun helgileikrita á síðari tímum. Auk þess er
verkið beint samtal, ólíkt Sirith og Gilote etJohane sem hefjast á inngangi og í eru
örfá innskot sem voru áreiðanlega flutt af sögumanni. En eins og Peter Dronke
og Brian Moore hafa sýnt fram á, virðist þess konar flutningur ekki hafa verið
óalgengur í miðaldaleikhúsum (Dronke 1983 passim, Moore 1988, passim).
í sumum tilvikum má hér vafalaust deila um hvort spássíumerkingarnar séu
Babiotr varðveitt í eftirfarandi handritunum: Oxford, MSBodleian Digby 53, fol. 35r-43v (seint
á tólftu öld); MS P.Codices latiniphillipici, RoyalLibrary, Berlin, fol. 55v-60r (þrettánda öld);
Codex Lincolniensis, Lincoln Capit.105, fol. 89v-90v, og 117r-118v, sem varðveitir tvær útgáfur
af verkinu sem eru eins (seint á þrettándu eða snemma á fjórtándu öld); British Library, Cotton
Titus MSAXX, fol. 132v-137v (fjórtánda öld); og Oxford, Bodleian MS 851, fol. 94vb-97va
(seint á fjórtándu eða snemma á fimmtándu öld). 1 síðastnefnda handritinu eru engar spássíu-
merkingar: sjá Gunnell 1991, 302-303. Myndir af dæmum frá þessum handritum finnast í
Bertini 1980, II, milli bls.127 og 129.