Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 50
48
Armann Jakobsson
leita til Noregskonungs sem uppfyllti sitt heit og kom á friði í landinu. Sagnaritari
Guðmundar Arasonar, Arngrímur Brandsson ábóti, lítur þannig á málið:
Þenna ófrið leiddi líkt og hinn fyrra eigi af heiðnum mönnum eður útlenskum her,
heldur af byskupsins undirmönnum andlegum. Var það öndvert efni svo vondra
vesalda að á þá jörð sem hann var byskup yfir var þá enn eigi komið herra konungsins
vald og því ruddi hinn rangláti sér til ríkis með oddi og egg;33
Arngrímur er ekki einn um þessa skoðun. Sturla Þórðarson lítur þessa tíma sömu
augum. íslendinga saga er vitnisburður um þessa tíma, skrifuð til þess að sýna
svart á hvítu hvernig ástandið var og til þess að gera mönnum ljóst í eitt skipti
fyrir öll að þegar þjóðin berst á banaspjótum verður að grípa til allra leiða til að
stöðva ófriðinn. Höfðingjar 13. aldar sáu aðeins eina leið til þess arna. Leiðina í
faðm Hákonar gamla.
Bardagalýsingar í íslendinga sögu og íslendingasögum
Sérstaða bardagalýsinga íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar sést best ef þær eru
bornar við vígaferli í íslendingasögum sem eru margar ritaðar á svipuðum tíma
og Sturlunga, gerast á íslandi eins og hún og hafa svipaða frásagnaraðferð.34 Þess
þarf þó að gæta við slíkan samanburð að íslendingasögur eru fjölbreyttur flokkur
og „hin dæmigerða íslendingasaga“ ekki til þó að reynt hafi verið að komast nálægt
henni út frá algengustu frásagnaratriðum og minnum sagnanna.35 Sumt er
sögunum þó sameiginlegt og í þessum samanburði er leitast við að taka það sem
tíðast er en forðast undantekningar.36 Meginmunurinn á íslendinga sögu og
íslendingasögunum sem heild er sögutíminn. íslendinga saga er nálæg í tíma en
íslendingasögurnar fjarlægar. Sá grundvallarmunur kristallast að sumu leyti í
bardagalýsingum sagnanna.37 Bardagalýsingar Islendingasagnanna einkennast
33 Saga GuSmundar Arasonar, Hóla-biskups, Guðbrandur Vigússon gaf út, Biskupa sögur, II,
Reykjavík, 1878, bls. 4.
34 Hér verður eingöngu fjallað um vígaferli í íslendinga sögu en ekki í Sturlunga sögu allri. Þar
með er ekki sagt að hið sama gildi ekki um Sturlungu alla (og ég tel raunar sennilegt að svo sé)
en það krefst stærri rannsóknar en mér gafst ráðrúm til að þessu sinni. Einnig mætti velta því
fyrir sér hvort ýmsar íslendingasögur lúti að svipuðum tilgangi og Islendinga saga eins og raunar
hefúr verið haldið fram um Heiðarvíga sögu (Bjarni Guðnason, Túlkun Heiðarvígasögu (Studia
Islandica, 50), Reykjavík, 1993), Hrafnkels sögu (Hermann Pálsson, Hrafnkels saga ogFreysgyð-
lingar, Reykjavík, 1962, bls. 79-92) og Bandamanna sögu (W.P. Ker. Epic andRomance. Essays
on MedievalLiterature, London, 1908, bls. 229-233) oger þáhægtað talaum „ffiðarhreyfmgu"
í fornsagnaritun.
35 Theodore M. Andersson, The Icelandic Family Saga. An Analytic Reading, Cambridge, Mass.,
1967.
36 Það má að sjálfsögðu deila um hvort það sé hægt. En hér er reynt að taka fýrst og ffemst dæmi
af þeim sögum sem taldar eru ritaðar á svipuðum tíma og Sturlungu og þar sem vígaferli skipa
stóran sess en forðast dæmi úr þeim sögum sem óvenjulegastar eru, s.s. Hávarðar sögu ísfirðings
og „klausunum“ í Fóstbræðra sögu.
3? Hér er gripið til hugtaka frá Mikhail Bakhtin. Samkvæmt skilgreiningu hans á epískri sögu og