Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 187
185
Bókmentasaga Islendínga
sinn, og svo mikla virðíng veitti hann honum, að hann hélt undir skírn dóttur
hans; orti Sighvatr um það 1 vísu.
1028 þegar Ólafr konungr flúði land og fór til Svíaríkis fylgdist Sighvatr með
honum til landamæris, fékk svo heimfararleyfi aptr í Noreg, en árið eptir 1029
fór hann af landi og suðr til Róms. 1030 varð bardaginn á Stiklastöðum, þar féll
Ólafr konungur. Þá var Sighvatr á för sunnan frá Rómi, og féll honum allþúngt
fráfall konungs, er hann frétti það, og getr hann þess víða í vísum sínum, hve mjög
hann saknaði Ólafs konungs. Sighvatr sat eptir það heima að búi sínu, þar til
Magnús góði kom frá Garðaríki 1035 og tók konungdóm í Noregi. Gerðist
Sighvatr þá hirðmaður hans og varð honum kær.
Magnús konungur var fyrst mjög harðr við landsmenn, kendi hann Þrændum
völd þess, að uppreisn var gerð móti Ólafi helga föður hans; kom þá illur kurr í
bændur, og lá við sjálft að uppreisn yrði í landinu móti Magnúsi. Þá áttu vinir
konungs hlut að, að einhver skyldi gera konung varan við samtök bænda, [og
segja honum tilefni] og afþví einginn vildi verða til sjálfkrafa, köstuðu þeirhlutum
um, og hlaut Sighvatur. Þá orti hann flokk þann, er hann kallaði Bersöglisvísur,
það eru áminníngarorð til konungs, að hann skyldi halda lög þau, er hann hafði
sett, og svo hversu hann hefði alla menn í sætt tekið þá er honum var gefið
konungsnafn, þó áður hefði verið móti Ólafi konungi; segir hann konungi
berlega, til hverra vandræða horfi í landinu og biður hann ráða bót á. Studdu
margir menn að þessu máli með Sighvati, og varð það við fortölur manna, að skap
konungs snerist til vægðar við landslýðinn, gaf hann þeim þá nýar réttarbætur, og
var síðan kallaður Magnús hinn góði, og var það sannnefhi. Ur Bersöglisvfsum
koma fyrir alls 16 erindi í Heimskrínglu, Hrokkinskinnu og Flateyarbók, og
líklegt er að einn vísuhelmíngur í Snorraeddu (bls. 190) heyri þar til. Sighvatr
andaðist [í Noregi] á dögum Magnúsar konungs.
Sighvatr orti kvæði um Ólaf konung, og taldi í því kvæði orustur Ólafs
konungs, og víkur hann á, að konungur hafi háð 20 fólkorustur, hefir því kvæðið
líklega verið tvítugr flokkr. Hann gerði og erfidrápu um Ólaf konung. Hann fór
eitt sinn kaupferð suðr til Rúðuborgar í Vallandi (Rouen í Frakldandi) og þaðan
til Englands, það var 1026; þá orti hann flokk þann, er kallaðr var Vestrfararvísur.
Hann orti og flokk um fall Erlings Skjálgssonar, sem féll fyrir mönnum Ólafs
konungs 1028. Öll þessi kvæði eru með dróttkvæðum hætti, og finnast allmörg
erindi úr þeim í Heimskrínglu og Noregskonungasögum, þó ekkert þeirra sé til
heilt. Sighvatur orti og lofkvæði um Knút Danakonung ríka; þar af eru til 7 heil
erindi og 1 vísuhelmíngur í Heimskringlu og nokkur fleiri erindi í Fagrskinnu;
það kvæði er með toglagi. Auk þessa eru til eptir Sighvat margar lausavísur, því
það sýnist sem hann hafi ort nálega við hvert tækifæri. í Ólafs sögu helga í
Fornmannasögum 4. og 5. bindi koma fyrir 134 vísur eptir Sighvat. í Geisla,
lofkvæði um Ólaf helga, sem er kveðið á miðri 12. öld, er Sighvatr talinn með
höfuðskáldum. Flestar vísur hans eru einfaldar og ljósar, sumar flóknar og
torveldar. Eg vil til gamans færa dæmi til einfaldrar vísu og svo annarrar, sem er
flóknari.