Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 187

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 187
185 Bókmentasaga Islendínga sinn, og svo mikla virðíng veitti hann honum, að hann hélt undir skírn dóttur hans; orti Sighvatr um það 1 vísu. 1028 þegar Ólafr konungr flúði land og fór til Svíaríkis fylgdist Sighvatr með honum til landamæris, fékk svo heimfararleyfi aptr í Noreg, en árið eptir 1029 fór hann af landi og suðr til Róms. 1030 varð bardaginn á Stiklastöðum, þar féll Ólafr konungur. Þá var Sighvatr á för sunnan frá Rómi, og féll honum allþúngt fráfall konungs, er hann frétti það, og getr hann þess víða í vísum sínum, hve mjög hann saknaði Ólafs konungs. Sighvatr sat eptir það heima að búi sínu, þar til Magnús góði kom frá Garðaríki 1035 og tók konungdóm í Noregi. Gerðist Sighvatr þá hirðmaður hans og varð honum kær. Magnús konungur var fyrst mjög harðr við landsmenn, kendi hann Þrændum völd þess, að uppreisn var gerð móti Ólafi helga föður hans; kom þá illur kurr í bændur, og lá við sjálft að uppreisn yrði í landinu móti Magnúsi. Þá áttu vinir konungs hlut að, að einhver skyldi gera konung varan við samtök bænda, [og segja honum tilefni] og afþví einginn vildi verða til sjálfkrafa, köstuðu þeirhlutum um, og hlaut Sighvatur. Þá orti hann flokk þann, er hann kallaði Bersöglisvísur, það eru áminníngarorð til konungs, að hann skyldi halda lög þau, er hann hafði sett, og svo hversu hann hefði alla menn í sætt tekið þá er honum var gefið konungsnafn, þó áður hefði verið móti Ólafi konungi; segir hann konungi berlega, til hverra vandræða horfi í landinu og biður hann ráða bót á. Studdu margir menn að þessu máli með Sighvati, og varð það við fortölur manna, að skap konungs snerist til vægðar við landslýðinn, gaf hann þeim þá nýar réttarbætur, og var síðan kallaður Magnús hinn góði, og var það sannnefhi. Ur Bersöglisvfsum koma fyrir alls 16 erindi í Heimskrínglu, Hrokkinskinnu og Flateyarbók, og líklegt er að einn vísuhelmíngur í Snorraeddu (bls. 190) heyri þar til. Sighvatr andaðist [í Noregi] á dögum Magnúsar konungs. Sighvatr orti kvæði um Ólaf konung, og taldi í því kvæði orustur Ólafs konungs, og víkur hann á, að konungur hafi háð 20 fólkorustur, hefir því kvæðið líklega verið tvítugr flokkr. Hann gerði og erfidrápu um Ólaf konung. Hann fór eitt sinn kaupferð suðr til Rúðuborgar í Vallandi (Rouen í Frakldandi) og þaðan til Englands, það var 1026; þá orti hann flokk þann, er kallaðr var Vestrfararvísur. Hann orti og flokk um fall Erlings Skjálgssonar, sem féll fyrir mönnum Ólafs konungs 1028. Öll þessi kvæði eru með dróttkvæðum hætti, og finnast allmörg erindi úr þeim í Heimskrínglu og Noregskonungasögum, þó ekkert þeirra sé til heilt. Sighvatur orti og lofkvæði um Knút Danakonung ríka; þar af eru til 7 heil erindi og 1 vísuhelmíngur í Heimskringlu og nokkur fleiri erindi í Fagrskinnu; það kvæði er með toglagi. Auk þessa eru til eptir Sighvat margar lausavísur, því það sýnist sem hann hafi ort nálega við hvert tækifæri. í Ólafs sögu helga í Fornmannasögum 4. og 5. bindi koma fyrir 134 vísur eptir Sighvat. í Geisla, lofkvæði um Ólaf helga, sem er kveðið á miðri 12. öld, er Sighvatr talinn með höfuðskáldum. Flestar vísur hans eru einfaldar og ljósar, sumar flóknar og torveldar. Eg vil til gamans færa dæmi til einfaldrar vísu og svo annarrar, sem er flóknari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.