Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 152

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 152
150 Jon Gunnar Jorgensen hann stundaði þetta áhugamál sitt á Bergensárunum. Hann hefur nefnilega krotað töluvert á spássíurnar í nokkrum þekktum konungasagnahandritum sem voru í Bergen á þessum tíma. Hönd hans hefur fundist í handriti af Óláfs sögu Tryggvasonar (AM 310 4to), Óláfs sögu helga (AM 68 fol),u í Bergsbók12 og á því eina blaði sem varðveitt er úr Fagurskinnu B.13 Þetta spássíukrot gæti líka gefið okkur vísbendingu um upphafsmann ágripa Christjern Pedersens. Eins og áður er getið voru tvö þeirra handrita sem hann notaði einmitt Bergsbók og Fagurskinna B, og þarf varla að taka fram að ég hef nafna minn Símonarson grunaðan. Asgaut Steinnes hefur greint þá menn sem átt hafa Bergsbók á 16. öld, og líka þá sem hafa skrifað á spássíurnar (þetta var að vísu vel undirbúið af Jóni Helgasyni, í útgáfti hans á Óláfs sögu helga). Steinnes heldur því fram að bókin hafi verið í eigu Óslóarmanna allan þann tíma sem hún var í Noregi. Það getur að vísu ekki staðist, en gildir þó fyrir síðara helming 16. aldar. Jón Símonarson er einn þeirra fjögurra manna sem hafa skrifað athuga- semdir í hana, en hinir þrír eru allir yngri, og ekki frá Björgvinjar-tímanum. Það er ekki ólíldegt að sá sem skrifaði ágripin hafi líka skrifað athugasemdir í handritin. Við vitum ekki hvort hann hefur líka skrifað í þriðja handritið. Kringla er glötuð nema þetta eina blað sem er komið á Landsbókasafnið, og ef hann hefur notað annað Heimskringluhandrit, þá er það algjörlega glatað. Til stuðnings tilgátu sinni um uppruna ágripanna benti Storm á þekkingu þýðandans á Niðarósi og Kristkirkjunni. En Jón skorti ekki þá þekkingu, nýkom- inn úr margra ára skólavist á staðnum. Christjern hefur sem sagt haldið að sögurnar væru saman settar af ísleifi biskupi. Þó að þetta sé misskilningur hjá Christjern, hlýtur þetta nafn að hafa komið fram á einhvern hátt í ágripunum. Við hittum ísleif sem kronikuhöfund á öðrum stað, nefnilega í ritgerð Peders Claussonar um ísland. Storm telur að Peder hafi upplýsingarnar um ísleif úr Saxaþýðingu Vedels frá 1575, þar sem ágrip Christjerns Pedersen eru notuð. Víst er að Peder hefur byggt á frásögnum Jóns Símonarsonar þegar hann skrifaði þetta, og því er einnig hugsanlegt að hann hafi fengið upplýsingarnar um Isleif frá honum. Jón kom til Bergen 1532, en ólíklegt er að hann hafi rokið beint í bókasafnið og tekið til við að þýða. Hinsvegar hefur Christjern Pedersen ekki getað fengið ágripin í hendur miklu seinna en 1540, ef hann átti að geta notað þau. Ég tel að líkleg tímasetning sé upp úr 1535. Við getum leitað stuðnings við þessa tímasetningu í svari við annarri spurningu: Hvar voru handritin geymd? Við þekkjum nokkuð mörg handrit sem vitað er að hafa verið í Bergen um miðbik 16. aldar eða fyrr: Bergsbók, Fríssbók, Kringla, Fagurskinna B, Ólafs sögu-handritið AM 310, eru þeirra á meðal. Ekki þurfa allar bækurnar að hafa verið geymdar á sama stað, en ég efast um að þær hafi verið í einkaeign. Of langur tími hafði liðið síðan menn misstu áhugann á sögunum. 11 Jón Helgason (útg.), Den store saga om Olav den hellige, Oslo, 1941, bls. 895-96. 12 Asgaut Steinnes, „Om Bergsbok i 1500-ári“, Maal og minne, 1962, bls. 13. 13 Sama rit, bls. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.