Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 152
150
Jon Gunnar Jorgensen
hann stundaði þetta áhugamál sitt á Bergensárunum. Hann hefur nefnilega krotað
töluvert á spássíurnar í nokkrum þekktum konungasagnahandritum sem voru í
Bergen á þessum tíma. Hönd hans hefur fundist í handriti af Óláfs sögu
Tryggvasonar (AM 310 4to), Óláfs sögu helga (AM 68 fol),u í Bergsbók12 og á
því eina blaði sem varðveitt er úr Fagurskinnu B.13
Þetta spássíukrot gæti líka gefið okkur vísbendingu um upphafsmann ágripa
Christjern Pedersens. Eins og áður er getið voru tvö þeirra handrita sem hann
notaði einmitt Bergsbók og Fagurskinna B, og þarf varla að taka fram að ég hef
nafna minn Símonarson grunaðan. Asgaut Steinnes hefur greint þá menn sem átt
hafa Bergsbók á 16. öld, og líka þá sem hafa skrifað á spássíurnar (þetta var að
vísu vel undirbúið af Jóni Helgasyni, í útgáfti hans á Óláfs sögu helga). Steinnes
heldur því fram að bókin hafi verið í eigu Óslóarmanna allan þann tíma sem hún
var í Noregi. Það getur að vísu ekki staðist, en gildir þó fyrir síðara helming 16.
aldar. Jón Símonarson er einn þeirra fjögurra manna sem hafa skrifað athuga-
semdir í hana, en hinir þrír eru allir yngri, og ekki frá Björgvinjar-tímanum. Það
er ekki ólíldegt að sá sem skrifaði ágripin hafi líka skrifað athugasemdir í handritin.
Við vitum ekki hvort hann hefur líka skrifað í þriðja handritið. Kringla er glötuð
nema þetta eina blað sem er komið á Landsbókasafnið, og ef hann hefur notað
annað Heimskringluhandrit, þá er það algjörlega glatað.
Til stuðnings tilgátu sinni um uppruna ágripanna benti Storm á þekkingu
þýðandans á Niðarósi og Kristkirkjunni. En Jón skorti ekki þá þekkingu, nýkom-
inn úr margra ára skólavist á staðnum.
Christjern hefur sem sagt haldið að sögurnar væru saman settar af ísleifi
biskupi. Þó að þetta sé misskilningur hjá Christjern, hlýtur þetta nafn að hafa
komið fram á einhvern hátt í ágripunum. Við hittum ísleif sem kronikuhöfund
á öðrum stað, nefnilega í ritgerð Peders Claussonar um ísland. Storm telur að
Peder hafi upplýsingarnar um ísleif úr Saxaþýðingu Vedels frá 1575, þar sem ágrip
Christjerns Pedersen eru notuð. Víst er að Peder hefur byggt á frásögnum Jóns
Símonarsonar þegar hann skrifaði þetta, og því er einnig hugsanlegt að hann hafi
fengið upplýsingarnar um Isleif frá honum.
Jón kom til Bergen 1532, en ólíklegt er að hann hafi rokið beint í bókasafnið
og tekið til við að þýða. Hinsvegar hefur Christjern Pedersen ekki getað fengið
ágripin í hendur miklu seinna en 1540, ef hann átti að geta notað þau. Ég tel að
líkleg tímasetning sé upp úr 1535.
Við getum leitað stuðnings við þessa tímasetningu í svari við annarri spurningu:
Hvar voru handritin geymd? Við þekkjum nokkuð mörg handrit sem vitað er að
hafa verið í Bergen um miðbik 16. aldar eða fyrr: Bergsbók, Fríssbók, Kringla,
Fagurskinna B, Ólafs sögu-handritið AM 310, eru þeirra á meðal. Ekki þurfa allar
bækurnar að hafa verið geymdar á sama stað, en ég efast um að þær hafi verið í
einkaeign. Of langur tími hafði liðið síðan menn misstu áhugann á sögunum.
11 Jón Helgason (útg.), Den store saga om Olav den hellige, Oslo, 1941, bls. 895-96.
12 Asgaut Steinnes, „Om Bergsbok i 1500-ári“, Maal og minne, 1962, bls. 13.
13 Sama rit, bls. 19.