Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 222
220
Jónas Kristjánsson
fyrir dauðanum“; en ritið er mestmegnis endursögn á íslenskum fornsögum og
fjallar í samræmi við það einkum um íslendinga og Norðmenn, en lítt um það
fólk sem nú mundi kallað Danir.
En þess er að gæta að í fornu máli var orðið „danskur“ notað um fleira en það
sem nú mundi danskt kallað, einkum í sambandinu „dönsk tunga“ sem haft var
um hið sameiginlega norræna tungumál. Talið er að þessi venja sé komin frá
Bretum sem lögðu allar hinar norrænu þjóðir að jöfnu en höfðu að vísu mest
kynni af dönskum víkingum. Síðan tóku norrænir menn þetta eftir Bretum. í
byrjun 11. aldar segir Sighvatur skáld að Eiríkur jarl Hákonarson hafi átt hina
bestu ætt „á danska tungu“, það er að segja þar sem dönsk tunga var töluð — en
Eiríkur var rammnorskur í ættir fram:
Strangr hitti þar þengill (þ. e. Ólafur helgi)
þann jarl, er var annar
æstr og ætt gat besta
ungr á danska tungu.
(1991:276)
Og eins og vænta mátti náði dönsk tunga einnig til íslands. Svo nefnir Brandur
biskup Jónsson móðurmál sitt í þýðingu sinni á Alexanderssögu sem gerð var laust
eftir miðja þrettándu öld: „Þá kemur til herbúða konungs drottning sú af
Amazonia, er Kalestris heitir og tvö hundruð meyja þeirra með henni, er á danska
tungu mega vel heita skjaldmeyjar." (1945:113)
Guðbrandur Vigfússon segir í orðabók sinni að dönsk tunga sé „the earliest
recorded name of the common Scandinavian tongue" (1874:96). Hann telur að
þegar veldi Dana dvínaði hafi orðtakið dönsk tunga fallið niður, en íslenskir
rithöfundar á 13. og 14. öld tekið að nota orðið norræna, það er norsk tungœ. „but
as the Danish hegemony in Scandinavia grew weaker, the name became obsolete,
and Icel. writers of the 13th and I4th centuries began to use the name ‘Norræna,
Norse tongue, from Norway their own mother country, and the nearest akin to
Icel. in customs and idiom.“ (1874:96)
Johan Fritzner segir hinsvegar um þetta efni (II, bls. 335): „norrœna ... 2)
norsk Sprog, detfor norðmenn ... fielles Sprog (fiorskjelligtfra dönsk tunga som /er/
et Udtryk af videre Omfang.. .).“
Hvað sem þessu líður er ljóst að íslendingar hafa að fornu kallað mál sitt ýmist
‘danska tungu’ eða ‘norrænu’, og virðist síðari nafngiftin verða ofan á þegar tímar
líða, eins og Guðbrandur Vigfússon bendir á.
Lítum nánar á orðið norrœnn. f elstu íslenskum heimildum merkir það örugg-
lega sama sem „norskur“. Um þetta má finna mörg dæmi. Hér skal aðeins vitnað
í Iögbókina Grágás (Staðarhólsbók):
Ef útlendir menn verða vegnir á landi hér, danskir eða sænskir eða norrænir, úr þeirra
konunga veldi þriggja er vor tunga er, þar eigu frændur þeirra þær sakir ef þeir eru út