Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 252
250
Ritdómar
skilyrði „hafa hlass af‘ hval sem rekur á fjörur jarðarinnar, þótt landeigandi sé
aðaleigandi hvalrekans. Þetta er ekki skýrt neðanmáls, en í atriðisorðaskrá má
finna hlass, hlasshvalur og vísað líka til bls. 356. Þar eru nánari ákvæði „um
hvalreka á leigulandi“ og m.a. skilgreint hvað átt sé við með „hlassi“ af hval. (í
millivísanakerfi hefði verið vísað beint frá bls. 345 á þessa skýringu.) Það er „af
hvalnum samfengnum . . . það er einn eykur má draga á þá á sléttum velli“, eða,
samkvæmt nýrri lögum, „sex átta fjórðunga vættir, hálft hvort spik og rengi“.
Neðanmáls eru skýrð orðin „samfenginn", „þá“, „fjórðungur" og „vætt“, og auk
þess er „eykur“ skýrður í atriðisorðaskrá (en ætti að vera neðanmáls líka því að
orðið er ekki skýrt framar í sama lagabálki). „Samfenginn“ er skýrt sem „í heild,
allur saman“. Nákvæmara væri víst að segja „í réttum hlutföllum, óvalið“, sbr. í
yngra máli um mjólk þegar hún er notuð sem nýmjólk, óskilin eða óaðgreind.
Þetta er útfært í nýmælinu sem jafnt af spiki og rengi. Varla er það „samfenginn"
hvalur nema „rengi“ sé í merkingunni kjöt (fremur en nútímamerkingunni sem
Ásgeir Blöndal rekur til 17. aldar); skal ég þó ekki fullyrða að það geti staðist.
„Hlassið“ er skv. nýmælinu um 200 kg og á væntanlega að vera svipað magn og
felst í eldra ákvæðinu um það sem eykur (uxi eða hestur) geti dregið. I atriðisorða-
skránni er það skýrt sem vagnhlass, en það virðist mjög hæpið. Vagnar hafa verið
lítt kunnir í samfélagi Grágásar (þótt hún nefni þá á einum stað); 200 kg er ótrúleg
hámarksþyngd á vagnhlassi; og svo myndi það skipta litlu máli hvort vagninn
væri dreginn „á þá“ (auðu og ófrosnu landi). Ef hvalurinn er hins vegar fluttur á
vögum eða sleða, jafnvel dreginn í húð, þá gæti uxinn dregið miklu þyngra hlass
á ís eða hjarni og þess vegna nauðsynlegt að tiltaka þána.
Þurfamaður er skýrt sem „maður á framfæri hrepps, nýtur þurfamannatíund-
ar“. Fyrri hluti skýringarinnar er hæpinn. I Grágás eru þurfamenn fátækir
ómagamenn sem njóta styrks af tíund, en eru annars á eigin framfæri. Verði
þurfamaður bjargþrota fer hann trúlega á framfæri ættingja sinna. En fari hann
raunverulega „á sveitina" á hann ekkert endilega framfæri í þeim hreppi þar sem
hann hafði verið þurfamaður. Á framfæri hrepps væri hann ekki sem þurfamaður
heldur göngumaður, þ.e. löggiltur betlari sem „á för“ um hreppinn, og virðist alls
ekki hugmyndin að tíund sé notuð til að halda uppi þessum eiginlegu
sveitarómögum, heldur kemur þar við sögu annað kerfi, kallað „manneldi“. Hér
hefur höfundur skýringarinnar látið tilhögun sfðari alda villa sig.
Þessar aðfinnslur um einstakar orðskýringar eru auðvitað ekki dæmigerðar um
vinnubrögð útgefenda, heldur eru tínd til nokkur frávik frá því almenna: að
skýringar séu réttar og glöggar. En dæmin sýna að það er vandaverk að skýra texta
af þessu tagi og oft mikið umhugsunarefni hvaða skýring sé rétt og fullnægjandi.
í því samhengi má aftur athuga fyrrnefndan ritdóm í Sögu. Þar er gerð athugasemd
við skýringu sagnarinnar að fiskja (sem er tvímynd við „fiska“; Staðarhólsbók
notar fyrri myndina, en Konungsbók báðar á víxl) sem skýrð er í atriðisorðaskrá
sem „veiða fisk, róa“. Ritdómari bendir á ákvæði um sjóróðra á laugardögum, þar
sem mönnum er gert skylt að draga færi úr sjó „fýrir eykt“ nema „ef þeir menn
eru á skipinu er búa ómegðarbúi, og sé menn öreiga, og er rétt að fiskja þeim til