Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 173
Um bókmenntasögu Sveinbjamar Egilssonar
171
fagurfræðilegt gildi sumra þeirra metið, þau flokkuð í tilteknar bókmenntagreinar
og skipt niður í ákveðin tímabil. Þar með eru saman komin flest þau einkenni
sem setja svip sinn á síðari tíma bókmenntasögur. A hinn bóginn er ekki beitt
hinni svokölluðu ‘ævisögulegu rannsóknaraðferð’ eins og síðar varð tíska, þar sem
verkið er skoðað í ljósi æviferils og skapgerðar höfimdarins, enda voru frumkvöðl-
ar þeirrar aðferðar rétt um það bil að hasla sér völl um þetta leyti. Næst slíku
sjónarhorni komast ef til vill ritgerðir Gríms Thomsens um íslenskar bókmenntir,
frá 1846, þar sem litið er á fornnorrænan skáldskap sem tjáningu norrænnar
skapgerðar eða þjóðaranda, en þar er þó ekki gert ráð fyrir því að verkin
endurspegli æviferil höfundarins sem einstaklings. Grímur fékk brennandi áhuga
á íslenskum bókmenntum veturinn 1845-46 og lagði sjálfur fram hugmynd að
íslenskri bókmenntasögu vorið 1846 í bréfi til Abrahams prófessors, frönskukenn-
ara síns, í Kaupmannahöfn.8
í bókmenntasögu Sveinbjarnar er mest fjallað um kveðskap, en lítið sem ekkert
um sagnaritin; þau eru hins vegar ríkulega notuð sem heimildir. Vera má að þau
hafi verið álitin hluti af „sagnafræðinni“ og því ekki talin til skáldskapar; að
minnsta kosti virðist hinn forni latneski greinarmunur á poeta og historiographus
í fullu gildi. Grímur Thomsen rökstyður aftur á móti þá skoðun, í greininni
„Sérkenni íslenzkra bókmennta" frá 1846, að allt eins megi telja Islendingasögur
til bókmennta: „íslendingasögurnar eru upphafsagnfræðilegrar skáldsögu og hafa
því sömu þýðingu, þegar dæmt er um norrænan skáldskap og norræna söguri-
tun.“9 En Sveinbjörn virðist hafa litið svo á að Islendingasögur hafi haft sagn-
fræðilegt heimildagildi og flestar verið ritaðar „áður en Brandr biskup
Sæmundarson dó 1201. “10 Það er raunar í samræmi við viðhorf samtímamanna
Sveinbjarnar. Samkvæmt þessu ætti framlag síðari fræðimanna meðal annars að
hafa falist í því, að færa íslendingasögur inn á svið skáldskaparins með því að fjalla
um þær á grundvelli hinnar nýju, rómantísku hugmyndar um bókmenntasögu.
Þar með verður spurningin um höfunda Islendingasagna lögmæt spurning og hin
ævisögulega rannsóknaraðferð lögmæt rannsóknaraðferð, enda þótt sagnarit eigi
í hlut: Islendingasögurnar eru orðnar bókmenntir.
Hlutverk bókmenntasögunnar er að „skýra frá þeim ritum, sem til eru eptir
íslenzka rithöfunda" eins og segir í upphafi. Hún hefur að geyma þrjá hluta og
fjallar hinn fyrsti um skáld tímabilsins frá 874 til 1056. Þau eru: Egill Skallagríms-
son, Kormákur, Glúmur Geirason, Einar skálaglam, Hallfreður vandræðaskáld,
Sighvatur Þórðarson, Óttar svarti, Þórarinn loftunga, Arnór jarlaskáld, Þjóðólfur
Arnórsson, Stúfur skáld og Úlfur Uggason. Auk þess er drepið á Þormóð Kol-
8 Sjá Grímur Thomsen, íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun, Andrés Björnsson þýddi og gaf út,
Reykjavík, 1975, bls. 7.
9 íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun, bls. 79.
10 Skv. bréfi til Jóns Sigurðssonar, dags. Febr. 1843, í Bréf til Jóns Sigurðssonar, I. bindi. Bjarni
Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes Halldórsson önnuðust útgáfuna, Reykja-
vík, 1980, bls. 43.