Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 239
Ritdómar
237
kvinde gjaldt det om ikke at blive krænket. Æren bestod i at bevare sin integritet,
eller — hvis den blev krænket — i at genoprette den.“ (bls. 191)
Fjallað er um ótal hliðar og blæbrigði virðingarinnar og of langt mál væri að
tíunda það. Meginhugmyndin er sú að hún sé einskonar jafnvægisafl, að nauð-
synlegt sé að vernda virðinguna til að halda í jafnvægi samfélagi sem var án
framkvæmdarvalds. Því verði menn að gæta stöðu sinnar og forðast ójöfnuð, þ.e.
forðast að raska því félagslega jafnvægi sem ríkir. Hinar skýru hugmyndir um
stöðu og réttindi eiga sér samsvörun í manngildishugmyndinni, sem felst t.d. í
því að vera drengur góður og jafnvel skörungur. Almannarómur er eins konar
nafnlaus dómari eða siðferðismælikvarði sem sagnaritarar vísa gjarnan til í mati á
athöfnum og einstaklingum. Með því að vísa þannig til þess „opinbera" sem hafi
verið mælistika athafna manna á tímum löngu áður en einkalífið var fundið upp
setur höfimdur fram frumlega túlkun á föstum orðasamböndum eins og „svo er
sagt“ o.þ.h. Þannig vegur merking þeirra mun þyngra en svo að þær séu innan-
tómar frásagnarklisjur.
Ef til vill þjappar höfúndur þessum sæmdarhugtökum full þétt saman. En hann
myndar afar ákveðinn tilvísunarramma eða merkingarsvið fyrir sögurnar og
meginhugmyndin er vitaskuld sú að virðingin sé sá möndull sem sögurnar snúist
um. Og á hinn bóginn, sögurnar og þau dæmi um hegðun og athafnir sem þær
setja fram, eru nauðsynleg til þess að halda við hinum mikilvægu siðferðishug-
myndum. Varðandi virðinguna eru bæði kynin jafn rétthá, bæði karlar og konur
þurfa að gæta sæmdar sinnar, þótt karlar séu þjóðfélagslega séð valdameiri. Til
stuðnings þessari skoðun er afbragðsgóð umfjöllun um skipti Hildigunnar og
Flosa í Njálu.
Örugglega má deila um bæði einstök atriði og heildarhugmyndina og þá
einföldun sem í henni felst, eða það algildi sem höfundur ætlar virðingarhugtak-
inu fyrir sagnalistina. Einstök atriði læt ég liggja milli hluta. Heildarviðhorfið,
sem felst í titli bókarinnar, er mikilvægara, hvort virðingin hafi svo mikla þýðingu.
Höfundur notar stundum orðið „stýrikerfi“ til að sýna þýðingu virðingarhugtaks-
ins fyrir sögurnar. Með því að skrá sögur af forfeðrum voru menn að varðveita og
jafnvel vega og meta siðferðisgildi samtímans og við þá iðju kom þetta stýrikerfi
til sögunnar. Mér þykir greiningin á virðingunni vera mikilsvert framlag til
rannsókna og mun vonandi hafa mikil áhrif um langa hríð. En sú greining er enn
sem komið er bundin við þann heim sem sögurnar birta, ekki hina eiginlegu
bókmenntalegu eða merkingarlegu úrvinnslu.
Á því er að nokkru leyti ráðin bót í umfjölluninni í kjölfarið um þrjár sögur.
Þar er sýnt hvernig þetta hugtak verkar í reynd. íslendingasögurnar fjalla, eins og
höfundur hefúr bent á áður og endurtekur hér, um einstaklinginn gagnvart
samfélaginu. Það er meginstef þessara sagna sem hann greinir, Laxdælu, Glúmu
og Gunnlaugs sögu. Segja má að það bæði staðfesti og afsanni meginhugmyndina.
Þegar hugmyndinni er haldið svo stíft fram er ekkert rúm fyrir afstæði af neinu
tagi. Ef höfð er í huga skemmtileg grein Roberts Cook um vonda karlmenn í
Laxdælu í öðru heffi Skáldskaparmála kemur í ljós að sagan býr yfir írónískum