Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 161
Afsálarháska Jóns Indíafara
159
Sex vikum síðar var eg tekinn og til settur við týhúsið vakt að halda, en til þess tíma
hafði eg frípass, spilrúm og liðugan gang í borginni, framar öðrum, er komu samtíðis
mjer undir regimentið, því sá frómi gamli mann, Meistari Hannes, týmeistari, var mjer
svo frábærlega góður og eftirlátur, sem eg hefði verið hans eiginlegur sonur, og af því
vóx elska og ástsemd fólksins til mín og varð eg því ei síðstur haldinn af öllum mínum
jafnöldrum og samnótum, hvar út í Guðs náð og ósegjanleg þolinmæði sig bevísaði,
mjer aumum og framandi til eflingar og hjartans hugsvölunar. (33)
Eftir rúma ársdvöl í danska hernum gafst Jóni kostur á að tala við Kristján konung
fjórða. A ferð liðsins til Flekkerö í Noregi spyr kóngur eitt sinn hvort um borð
séu íslenskir menn. Honum er svarað játandi og eru Jón og vinur hans Jón
Halldórsson, sem einnig var byssuskytta, leiddir fyrir hann. Fyrir kóngi vakti að
forvitnast um ísland og verslun íslendinga við Englendinga hér við land sem þá
var litin hornauga af dönskum einokunarkaupmönnum (sbr. Helga Þorláksson
1987: 39). Kóngi líst strax vel á Jón og spyr hann fyrst „...hvort eg hafi í skóla
gengið, því eg sjái út til þess, að hafa lærðra manna yfirliti...“ (49). Þá spyr kóngur
með hverjum Jón hafi siglt frá íslandi og þorði Jón ekki annað en viðurkenna að
það hafi verið með Englendingum en þá var bannað að sigla með erlendum
mönnum frá landinu nema með sérstöku leyfi (sbr. Guðbrand Jónsson 1946:
224). Kóngur gerir ekkert í því máli og hlífir þar Jóni. Að öðru leyti kemst Jón
vel frá samtalinu því kóngi fannst hann vera orðinn mun fróðari um íslands
háttalag. Að samtalinu loknu gaf kóngur þeim félögum vínstaup sem þakklætis-
vott fyrir viðtalið og bar æ síðan hlýhug til Jóns eins og síðar átti eftir að koma á
daginn. Jón segirennfremur í framhaldi afþeirra kynnum: „Uppfrá þessu ávarpaði
kóngur mig þrávalt með 1 júflegu ávarpi, hvar hann sá mig.“ (50)
Jón hlýtur hér náð fyrir augum kóngs og nýtur hér eftir virðingar á meðal
samstarfsfélaga sinna. Hann var þó ekki laus við að vera ákjósanlegt fórnarlamb
hinna ýmsu hrekkja bæði innan og utan herliðs en þegar í harðbakka sló gat hann
alltaf reitt sig á stuðning félaga sinna í týhúsinu. Efalítið hefur Jón orðið fyrir
barðinu á hrekkjalómum af þeirri ástæðu að hann var útlendingur. Hann mætti
oft fordómum vegna þjóðernis síns en þótt hann reyndi ætíð að friðmælast við
menn gat hann ekki á sér setið þegar hann heyrði menn fara niðurlægjandi orðum
um þjóð sína og skorti þá ekki hugrekkið.
Hann segir t.d. frá því þegar hann og íslenskur vinur hans, Einar, voru staddir
á veitingahúsi og heyra mann tala niðrandi um íslendinga við góðar undirtektir
áheyrenda því landinn leit „aumlega... út í hans texta“ (69). Jón spyr Einar hvort
hann geti liðið þetta en hann segist „slíkt tíðum mega heyra um ísland talað“ (70).
Þá er Jóni nóg boðið og hann stendur upp til að verja samlanda sína fyrir þessum
óhróðri:
Ég stend svo fyrir framan mitt borðið og tala eg til þessa manns, er svo lastlega hafði
þessa lands fólki tiltalað, og til ályktunar hafði sagt, að þetta fólk mætti ekki fólk heita,
heldur sem svívirðilegustu kvikindi. Eg segi: „Vinur, eg heyri þú ert víða um lönd
kunnugur og kant dáfallega frá mörgu að skýra, og hvað mig ei síst undrar, að þú um