Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 191
Bókmentasaga Islendínga 189
kvæðið, að það gat ekki sökum vanefna orðið svo loflegt, sem hann mundi óskað
hafa. Af þessari drápu hygg eg ekkert til vera, og ætla eg að spá Haraldar hafi ræzt
að kvæði það mun fljótt hafa undir lok liðið. Ur Erfidrápu Haralds eru tilfærð 9
erindi heil og 3 vísuhelmingar í Fms. 6 b. og Heimskr og 1 vísuhelmíngur í
Snorraeddu bls. 187, er í þessum erindum getið um hernað Haralds á Fjóni 1054,
um Nizarorustu, 1062, um hernað Haralds á Upplöndum, bæði á Raumaríki og
Heiðmörk, 1065, og um síðasta bardaga og fall Haralds við Stafnfurðubryggju,
1066. Úr kvæðinu um Þorfmn jarl eru tilfærð í Orkneyingasögu 12 heil erindi
og 3 vísuhelmíngar, og þar að auki í Snorraeddu 2 vísuhelmingar (bls. 174, 183),
og líklega eins vísuhelmíngarnir bls 173, 179, 189, 193. Úr Rögnvaldsdrápu er ei
tilfærð[ur] nema 1 vísuhelmíngur í Snorraeddu bls. 174, og annar í Orkneyinga
sögu og Heimskringlu.
9. Þjóðólfr Arnórsson; um hann vita menn það, að hann var íslenzkr maðr og
norðlenzkr, og af fátækum foreldrum. Hann var hirðmaður og skáld Magnúsar
góða og Haralds Sigurðarsonar. Hann var með Magnúsi konungi í hernaði hans
móti Sveini Úlfssyni Danakonungi, eins og sjá má af vísum Þjóðólfs; það sést og
af kvæðum hans, að hann hefir verið í bardaganum við Stafnfurðubryggju með
Haraldi konungi; en eptir það er hans ekki getið.
Hann orti dróttkveðið kvæði um Magnús góða; þar af eru tilfærð í Fms. 6. B.
24 heil erindi og 4 vísuhelmíngar, og í Snorraeddu bls. 315 1 vísuhelmíngur um
dauða Magnúsar, ár 1047, ogbls. 199 1 vísufjórðungur um ferð hans frá Garðaríki
í Noreg, ár 1035. Um Harald hefir hann ort 2 kvæði; annað þeirra er merkilegra.
það er dróttkveðin drápa og kallast Sexstefia. Þar í er getið um orrustur Haralds í
útlöndum og bardaga hans við Svein Úlfsson og um baráttu hans innanlands, svo
og um síðustu herför hans til Englands og um fall hans. Af þessu kvæði eru tilfærð
í Fms. 6 b og Heimskrínglu 34 erindi heil, 7 vísuhelmíngar og 2 vísufjórðungar,
og þar að auki í Snorraeddu 2 vísuhelmíngar (bls. 178 [og] 189), en 5 aðrir
vísuhelmíngar í Snorraeddu eru [eignaðir Þjóðólfi og] annað hvort úr Sexstefju
eða úr drápunni um Magnús eða sitt úr hvoru kvæðinu. Hitt kvæði Þjóðólfs um
Harald er með runhendum hætti; þar af er ekki til nema 1 erindi í Heimskrínglu
og 3 vísuhelmíngar í Snorraeddu (bls. 173-4). Haraldi líkaði vel kveðskapr
Þjóðólfs og kallaði hann þjóðskáld; hann lagði stundum fyrir hann að kveða um
eitthvert efni af munni fram, og hrósaði honum stundum, en stundum fann hann
að við hann. Stundum orti Haraldr sjálfr 1 vísuorð eða 1 vísuhelmíng og lét
Þjóðólf bæta við (Fms. 6, 251-2, 257-8). í bardaganum við Stafnfurðubryggju
orti Þjóðólfr 2 lausavísur, lýsir önnur þeirra tryggð hans við konungsættina; í hinni
segir hann, hversu Norðmenn voru hættulega staddir, þá Haraldr var fallinn, og
víkur á, að Haraldr hefði að þarflausu farið herför þessa til Englands.
Sítffyskáld var merkilegr maðr að tvennu, fyrst, að hann var blindr; annað það,
að hann var mjög kvæðafróður maðr. Hann skemti Haraldi konungi þá hann kom
til hans, með því að kveða fyrir honum 30 flokka, sem hann kunni utan að, og
kvaðst hann þó kunna ekki færri drápur. Því sagði konungur við hann, þegar Stúfr
bað hann leyfis að mega yrkja um hann; ekki er ólíklegt, að þú kunnir að yrkja,