Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 27

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 27
Spássíukrot 25 konar alþýðuleiklistar á torgum í Evrópu (Islendingabók 1968, IF11,21; Biskupa sögur 1858-1878, I, 27, 60-61, 66, 92, 127, 151-153, 227-228 og 267). Þorlákur og Páll gætu vel hafa séð verk eins og Le mystere d’Adam leikið á engil-normönsku á meðan þeir voru úti í Lincoln og París á síðari hluta tólftu aldar.20 A sama tíma vissi þýðandi Elucidariusar að orðið joculatores þýddi „leikarar“ og gerði ráð fyrir að lesendur mundu skilja þegar hann skrifaði að „leikarar" ættu enga von „því að þeir eru þjónar fjandans og taka þeir ... háðung er háðung veita“ (Elucidarius; sjá Þrjárþýðingar lœrðar 1989, 94). Það leikur heldur enginn vafi á að norrænir námsmenn höfðu ekki aðeins hugann við kirkjulegt og klassískt efni heldur líka verk eins og Babio og Dame Sirith. Sagan um hvernig Jón biskup Ögmundarson ásakaði Klæng Þorsteinsson fyrir að lesa Ovidius de arte amandi á laun í frímínútum er vel þekkt (Biskupa sögur 1858-1878, I, 165-166). Og eins og minnst hefúr verið á er þrettándu aldar þýðing af latnesku kómedíunni Pamphilusí Strengleika-handriti í Noregi. Það er mjög líklegt að norrænir námsmenn hafi einnig þekkt Babio. í stuttu máli tel ég að íslensku skrifararnir hafi vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir notuðu spássíumerkingar í eddukvæðahandritum. Þeir vissu að þau samtalskvæði sem hér hefur verið fjallað um voru venjulega leikin á einhvern hátt, en ekki bara kveðin eins og venjuleg kvæði. Ef þessi kenning er rétt þá gerir það edduhandritin ennþá mikilvægari en ella. Hér höfum við ekki aðeins nokkur af fyrstu leikverkum miðalda í Evrópu sem skráð voru á þjóðtungu heldur einnig fyrstu alþýðuleikverkin sem voru skráð norðan Grikklands. Og nú hlýtur maður að spyrja um uppruna þessara leikverka sem fjalla um heiðið efni, og minna stundum í flutningi á forna helgisiði. Ef form og bygging kvæðanna er einnig gamalt og heiðið, eins og virðist vera, hvar, hvernig og af hverju hafa þessi verk lifað svo lengi hér á landi eftir kristnitöku?21 20 Sjá Woolf 1972, 18-19, varðandi leiklist í Lincoln á tólftu öld. 21 Varðandi spurninguna hvort þessir „leikar" séu af heiðnum uppruna, sjá Gunnell 1991,64—161, og 346-353, og greinina „Skírnisleikur og Freysmál" (1993). Það þarf að hafa tvennt í huga í þessu sambandi: f fyrsta lagi er ljóðaháttur nær einungis notaður við orð sem eru lögð í munn einhvers annars en sögumanns. Auk þess var bragarhátturinn gamall og nátengdur heiðnu efni. Af því leiðir að ljóðaháttur og leiklist og heiðið efni vom skyld frá fornu fari. I öðru lagi verður að undirstrika að leiklist er öðmvísi en venjuleg þriðju persónu frásögn. í frásögn er sagt frá einhverju sem gerðist. f leiklist eru mælendurnir (t.d. guðirnir) til staðar fyrir framan áhorf- endurna. Þessi skoðun var áberandi hjá miðaldamönnunum sem líktu leikurum við Satan (sjá tilvitnun úr Elucidarius hér að framan). Það var því álit margra að það nálgaðist guðlast að leika Guð í helgileikritum og afar hættulegt var að leika Satan. í þessu andrúmslofti er mjög erfitt að ímynda sér að einhver maður ákveði allt í einu að skrifa og setja upp verk eins og Skírnismál á leikrænan hátt um 1200, verk sem hefiir að geyma mjög magnað atriði þar sem Skírnir notar rúnagaldur á Gerði og kallar á guðina (29-36 v.). Enda fjalla flest nýsamin leikverk í Evrópu á þeim tíma annaðhvort um sögur úr Biblíunni eða skopleg ástarævintýri. Hins vegar er það vel skiljanlegt að leikræn verk eins og Skímismálværu byggð á leikrænum leikjum alþýðunnar sem áttu rætur að rekja til leikrænna helgisiða úr heiðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.