Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 27
Spássíukrot 25
konar alþýðuleiklistar á torgum í Evrópu (Islendingabók 1968, IF11,21; Biskupa
sögur 1858-1878, I, 27, 60-61, 66, 92, 127, 151-153, 227-228 og 267).
Þorlákur og Páll gætu vel hafa séð verk eins og Le mystere d’Adam leikið á
engil-normönsku á meðan þeir voru úti í Lincoln og París á síðari hluta tólftu
aldar.20 A sama tíma vissi þýðandi Elucidariusar að orðið joculatores þýddi
„leikarar“ og gerði ráð fyrir að lesendur mundu skilja þegar hann skrifaði að
„leikarar" ættu enga von „því að þeir eru þjónar fjandans og taka þeir ... háðung
er háðung veita“ (Elucidarius; sjá Þrjárþýðingar lœrðar 1989, 94).
Það leikur heldur enginn vafi á að norrænir námsmenn höfðu ekki aðeins
hugann við kirkjulegt og klassískt efni heldur líka verk eins og Babio og Dame
Sirith. Sagan um hvernig Jón biskup Ögmundarson ásakaði Klæng Þorsteinsson
fyrir að lesa Ovidius de arte amandi á laun í frímínútum er vel þekkt (Biskupa sögur
1858-1878, I, 165-166). Og eins og minnst hefúr verið á er þrettándu aldar
þýðing af latnesku kómedíunni Pamphilusí Strengleika-handriti í Noregi. Það er
mjög líklegt að norrænir námsmenn hafi einnig þekkt Babio.
í stuttu máli tel ég að íslensku skrifararnir hafi vitað hvað þeir voru að gera
þegar þeir notuðu spássíumerkingar í eddukvæðahandritum. Þeir vissu að þau
samtalskvæði sem hér hefur verið fjallað um voru venjulega leikin á einhvern hátt,
en ekki bara kveðin eins og venjuleg kvæði. Ef þessi kenning er rétt þá gerir það
edduhandritin ennþá mikilvægari en ella. Hér höfum við ekki aðeins nokkur af
fyrstu leikverkum miðalda í Evrópu sem skráð voru á þjóðtungu heldur einnig
fyrstu alþýðuleikverkin sem voru skráð norðan Grikklands. Og nú hlýtur maður
að spyrja um uppruna þessara leikverka sem fjalla um heiðið efni, og minna
stundum í flutningi á forna helgisiði. Ef form og bygging kvæðanna er einnig
gamalt og heiðið, eins og virðist vera, hvar, hvernig og af hverju hafa þessi verk
lifað svo lengi hér á landi eftir kristnitöku?21
20 Sjá Woolf 1972, 18-19, varðandi leiklist í Lincoln á tólftu öld.
21 Varðandi spurninguna hvort þessir „leikar" séu af heiðnum uppruna, sjá Gunnell 1991,64—161,
og 346-353, og greinina „Skírnisleikur og Freysmál" (1993). Það þarf að hafa tvennt í huga í
þessu sambandi: f fyrsta lagi er ljóðaháttur nær einungis notaður við orð sem eru lögð í munn
einhvers annars en sögumanns. Auk þess var bragarhátturinn gamall og nátengdur heiðnu efni.
Af því leiðir að ljóðaháttur og leiklist og heiðið efni vom skyld frá fornu fari. I öðru lagi verður
að undirstrika að leiklist er öðmvísi en venjuleg þriðju persónu frásögn. í frásögn er sagt frá
einhverju sem gerðist. f leiklist eru mælendurnir (t.d. guðirnir) til staðar fyrir framan áhorf-
endurna. Þessi skoðun var áberandi hjá miðaldamönnunum sem líktu leikurum við Satan (sjá
tilvitnun úr Elucidarius hér að framan). Það var því álit margra að það nálgaðist guðlast að leika
Guð í helgileikritum og afar hættulegt var að leika Satan. í þessu andrúmslofti er mjög erfitt að
ímynda sér að einhver maður ákveði allt í einu að skrifa og setja upp verk eins og Skírnismál á
leikrænan hátt um 1200, verk sem hefiir að geyma mjög magnað atriði þar sem Skírnir notar
rúnagaldur á Gerði og kallar á guðina (29-36 v.). Enda fjalla flest nýsamin leikverk í Evrópu á
þeim tíma annaðhvort um sögur úr Biblíunni eða skopleg ástarævintýri. Hins vegar er það vel
skiljanlegt að leikræn verk eins og Skímismálværu byggð á leikrænum leikjum alþýðunnar sem
áttu rætur að rekja til leikrænna helgisiða úr heiðni.