Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 15
Spássíukrot
13
processio, og officium eru fyrst notuð um helgileikrit áður en ludus, Spiel og jeu
eru tekin upp á tólftu öld (sbr. Ludus de Passione í Carmina Burana handriti, og
Danielis ludus frá Beauvais; sjá Wickham 1987, 36-40). En eins og orðið leikur,
sem merkir í miðaldatextum allt frá helgisiðum til knattleiks og ástarleiks (Gunn-
ell 1991, 24-31), er merking þessara orða svo víð að það er ekki hægt að tala um
greinilega flokkun á nútíma mælikvarða (sjá Huizinga 1949 passim). Orð eins og
comoediog tragoedivoru. þekkt á íslandi eins og annars staðar. Þau fmnast í verkum
eins og Originum sive etymologiarum libri XX, alfræðiorðabókinni gömlu sem var
skrifuð snemma á sjöundu öld af ísidór frá Sevilla (PL 1844-1862, LXXXII,
657-659; sbr. DI III, 613 [bókaskrá Hólastaðar, Möðruvalla-, Þingeyra- og
Reyninesstaðar, ca 1396] og IV, 110 [bókaskrá Viðeyarklausturs, ca 1284]). En
það er ekki víst hvort menn hafi sett þessi orð í samband við kirkjuleikritun eða
leikræna leika alþýðunnar (Marshall 1950, 10). Námsmenn lásu og dáðust að
leikritum eftir rómverska leikritaskáldið Terentius (Sverrir Tómasson 1988, 18),
en fæstir virðast hafa litið á þessi verk sem leikrit í okkar skilningi (Axton 1974,
24-26).
Sams konar óvissu má sjá í handritum miðaldaleikrita. Vandamálið við leik-
ritstexta á þeim tíma var að hann gerði nýjar kröfiir til skrifarans. Flest verk voru
lesin upphátt á miðöldum, en öðru máli gegnir um leikrit því þau innihalda
nauðsynlegar leiðbeiningar sem eru ekki ætlaðar til flutnings og eru ekki hluti af
megintextanum, en þó nauðsynlegar til að leiðbeina leikara eða flytjanda og
útskýra ýmislegt fyrir lesendum: Þetta eru sviðsleiðbeiningar, mælendaheiti
o.s.frv. sem eru sjaldan lesin upphátt en eru afar mikilvæg fyrir flutning. Það var
brýnt að finna upp kerfi til að greina milli aðaltextans og annarra upplýsinga. A
tólftu og þrettándu öld var ekkert samræmt ritunarkerfi til fyrir leikrit. En í lok
þessa tímabils virðist sem grundvöllur hafi verið lagður að þeirri ritunarhefð sem
er vel þekkt nú á dögum í leikritun. Þar birtast mælendanöfn annað hvon á vinstri
spássíu eða ofan við ræður. Á fimmtándu öld var að mestu komið á samræmt kerfi
í helgileikritun í Bretlandi. Þar voru ræðurnar skildar að með línu sem var dregin
þvert yfir blaðsíðuna og endaði með nafni næsta ræðumanns á hægri spássíu. Þessi
aðferð er notuð í Jórvíkur- og Towneley helgileikritaflokkunum (Beadle og
Meredith 1983; Cawley og Stevens 1976), en fyrsta dæmið um þetta má finna í
stuttu bresku handriti frá þrettándu öld af verki sem heitir Interludium de clerico
etpuella og var greinilega skrifað fyrir leikrænan flutning (British Library, MSAdd.
23986-, sjá myndina í Davis 1979, 9-12). Fyrir þann tíma virðist hafa ríkt ein
allsherjar ringulreið þar sem skrifarana vantaði leiðbeiningar.
Mörg handrit af latneskum gamanleikritum eftir Terentius eru til frá þessu
tímabili (frá elleftu og ffam á fjórtándu öld), varðveitt í bókasöfnum í Evrópu. í
flestum handritunum eru mælendanöfn inni í aðaltextanum (sjá Prete 1954). Eini
munurinn á þessum verkum og öðrum latneskum viðræðum eins og Elucidarius
er að á undan hverju atriði er hlutverkaskrá. Sams konar aðferð var notuð af öðrum
leikritahöfúndum sem reyndu að herma eftir Terentius á elleftu öldinni, og sést
til dæmis í handritum af verkum eftir Hrotsvitha frá Gandersheim (sjá Harrsen