Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 147
Fornmenntamenn uppgötva konungasögumar
145
að segja á 19. öld. En í skugga hins nafntogaða séra Péturs stendur kennari hans,
Jón Símonarson lögmaður. Við eigum ekki mikið eftir Jón, en ég held að hann
hafi gegnt mun mikilvægara hlutverki en því sem honum hefur verið eignað, og
ég vonast til að geta rétt hlut hans örlítið með því að varpa ljósi á eitt verk sem
líklegt er að hann eigi heiðurinn af. Þessi grein snýst því ekki um þessar þrjár vel
þekktu þýðingar, heldur um aðeins eldra verk. Það er stuttur útdráttur úr
konungasögum á dönsku.
Arið 1505 var seld jörð á Skáni. Það var í sjálfu sér ekkert merkilegt, en fjögur
vitni voru þar viðstödd, og þau voru merkileg. Meðal þeirra voru þrír bræður,
Erik, Hans og Knud með hið virðulega ættarnafn Valkendorf. Fjórða vitnið hét
því alþýðlega nafni Christjern Pedersen3, en allir voru þeir klerkar. Christjern
Pedersen og Erik Valkendorf höfðu báðir lært við háskólann í Greifswald, en Erik
var þar 5 árum á undan Christjern. Þessi skóli var meðal þeirra sem á þeim tíma
var undir miklum áhrifum frá húmanismanum, eða fornmenntastefnunni. Vegir
Christjerns Pedersens og Eriks Valkendorfs lágu nú í ólíkar áttir. Christjern fór
suður til Parísar árið 1508 — kannski til að læra meira, kannski til að anda að sér
örvandi andrúmslofti í návist frönsku húmanistanna. En Erik hélt í norður. Hann
var útnefndur erkibiskup í Niðarósi árið 1510.
Erik Valkendorf var einn af fyrstu húmanistunum í Noregi. Hann var bæði vel
lærður og duglegur, og sagnfræðingar hafa gefið honum góðar einkunnir. Það
mátti helst fmna að honum að hann var danskur, ef marka má lýsingu Gustavs
Indrebos: „Han var ein dugande mann, men han skreiv dansk“.4 Erik leyndi ekki
húmanisma sínum, og fór fljótlega að undirbúa bókaútgáfu við biskupsstólinn.
Missale Nidrosiense var prentað í Kaupmannahöfn 1519, en Ólafur Engel-
brektsson, sem varð eftirmaður Eriks á biskupsstóli, hafði búið hana til prentunar
ásamt kantornum, Pétri Sigurðssyni. Sama ár var Breviarium Nidrosiense prentað
í París. Þessar tvær bækur eru upphaf norskrar bókaútgáfu.
Afar líklegt er að fornvinur Eriks, Christjern Pedersen, hafi verið milligöngu-
maður þegar Erik fékk Breviarium Nidrosiense prentað. Christjern hafði látið
innrita sig í háskólann þegar hann kom til Parísar, og varð síðar magister frá þeim
skóla, en einkum hefur hann samt starfað og drukkið í sig fræði undir handarjaðri
hins lærða bókagerðarmanns Jochus Bade, sem hafði einmitt umsjón með prent-
un Niðarósbókarinnar.
Eitt meginviðfangsefni húmanistanna voru kronikur og sagnfræðileg rit. Segja
má að prentlistin hafi verið undirstaða þeirrar starfsemi, og kronikur urðu að
sjálfsögðu drjúgur hluti útgáfunnar. í fyrstu voru einkum prentaðar fornklassískar
bókmenntir, síðan fýlgdu innlendir textar. Hér í umhverfi evrópskra húmanista
og bókagerðarmanna, fer Christjern að hugsa um mikla kroniku sem hann þekkir
frá heimalandi sinu, en Parísarmenn hafa aldrei heyrt nefnda: Gesta Danorum.
Hann skrifar nokkrum vinum og andlegum bræðrum heima, meðal annarra Erik
3 Upplýsingar um Christjern Pedersen eru hér og víðar í greininni teknar úr ævisögu hans eftir
C.J. Brandt, Om Lunde-Kanniken Christjem Pedersen og hans Værker, Kaupmannahöfn, 1882.
4 Gustav Indrebo, Norsk Malsoga, Bergen, 1951, bls. 199.