Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 240
238
Ritdómar
tón sem gerir það að verkum að torvelt er að taka bókstaflega orð sögunnar um
karlhetjur hennar, þegar þeir í reynd breyta öðruvísi. Því má efast um að sú túlkun
sé einhlít að Ólafur pá og Kjartan Ólafsson séu of stórir í sniðum fyrir samfélagið.
Hins vegar má taka undir að megnið af framvindu sögunnar snýst að einhverju
leyti um sæmdina. Greiningin á Glúmu og Gunnlaugs sögu er meira sannfærandi.
Merkingarsvið Glúmu er skoðað í víðara samhengi, virðingin kallast á við pólitík
og valdabaráttu sem snerist um samfélagslegt jafnvægi. Virðingarhugtakið er svo
undirstaða nýstárlegrar túlkunar á Gunnlaugs sögu, Gunnlaugur er út frá því
heldur vafasamur karakter því þrátt fyrir góða hæfileika tekst honum ekki að
þroska þá til að finna hið rétta jafnvægi. Hann leiðist út í ofmetnað í stað þess að
öðlast virðingu og gæta hennar. Hrafn aftur á móti er hófsamur, nánast hetja og
píslarvottur. Þannig kemur í ljós í greiningunni á þessum sögum að merking þeirra
er svo margslungin að virðingin getur tæpast talist einhlít. Því hefði verið þörf á
að fjalla mun nánar um það atriði, hinn frásagnarlega þátt og hvernig sjálf
frásögnin vinnur úr hinum siðferðislega efnivið. Það lýtur reyndar að þeim
veruleikatengslum hins skáldlega tungumáls sem höfundur segir í inngangi að
bókmenntafræðinni hafi ekki tekist að greina sem skyldi.
Háð eða hnífsblað?
í lokakaflanum er gefið yfirlit um trúarlega slagsíðu, þegar margir góðir fræði-
menn hafa ýmist verið að eltast við heiðni eða kristni í Islendingasögunum.
Hvorugt telur höfundur vænlegt nema að mjög takmörkuðu leyti. Nær lagi sé að
gera ráð fyrir mismunandi hliðum sama virðingarhugtaks, t.a.m. ögrandi fram-
komu og hófsemi, sem hvort tveggja eru birtingarmyndir hugtaksins. Eftir það
sem á undan er komið má taka heils hugar undir þá skoðun.
Einn þeirra fræðimanna sem nokkuð er haldið á lofti er Daninn Vilhelm
Gronbech. Innlifunaraðferð hans kallast á við þá mannfræðilegu huglægni sem
fjallað er um í fyrsta kafla. Hann talaði nánast um að taka textann á orðinu og að
nauðsynlegt sé að komast inn í heim sagnanna án fræðilegrar kreddufestu (bls.
326-27). Vel má taka undir gildi innsæisins, sé haft á því traust aðferðafræðilegt
taumhald. Hvorki verður Meulengracht Sorensen sakaður um skort á innsæi né
taumleysi í þeim efnum. Þrátt fyrir nokkra hnökra sem vikið verður að í lokin
þykir mér hann hafa skrifað merka bók sem alls ekki verður gengið framhjá um
langa hríð, einkum þegar fjallað er um siðfræði Islendingasagna. Huglægni og
innsæi eiga drjúgan þátt í því að auðga bókina að hugmyndum og þar með kveikja
hugmyndir hjá öðrum. Það er aðal góðra fræðirita á sviði hugvísinda.
Einmitt innsæið setur mark sitt á lokakaflann, umfjöllun um frásögn Sturlu
Þórðarsonar af aftöku Vatnsfjarðarbræðra, sem höfundur telur raunsanna (auten-
tisk) frásögn. Túlkun höfundar er skemmtileg og vel skrifuð, hann telur sæmd-
arhugmyndina fylgja þeim bræðrum fram í rauðan dauðann. Um það þegar
Þórður Þorvaldsson kveðst vilja hlíta griðum þeim sem Snorri Sturluson tók þeim
til handa og ríða ótrauður hjá Sauðafelli, segir höfundur: „Sádan taler heltan i den