Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 240

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 240
238 Ritdómar tón sem gerir það að verkum að torvelt er að taka bókstaflega orð sögunnar um karlhetjur hennar, þegar þeir í reynd breyta öðruvísi. Því má efast um að sú túlkun sé einhlít að Ólafur pá og Kjartan Ólafsson séu of stórir í sniðum fyrir samfélagið. Hins vegar má taka undir að megnið af framvindu sögunnar snýst að einhverju leyti um sæmdina. Greiningin á Glúmu og Gunnlaugs sögu er meira sannfærandi. Merkingarsvið Glúmu er skoðað í víðara samhengi, virðingin kallast á við pólitík og valdabaráttu sem snerist um samfélagslegt jafnvægi. Virðingarhugtakið er svo undirstaða nýstárlegrar túlkunar á Gunnlaugs sögu, Gunnlaugur er út frá því heldur vafasamur karakter því þrátt fyrir góða hæfileika tekst honum ekki að þroska þá til að finna hið rétta jafnvægi. Hann leiðist út í ofmetnað í stað þess að öðlast virðingu og gæta hennar. Hrafn aftur á móti er hófsamur, nánast hetja og píslarvottur. Þannig kemur í ljós í greiningunni á þessum sögum að merking þeirra er svo margslungin að virðingin getur tæpast talist einhlít. Því hefði verið þörf á að fjalla mun nánar um það atriði, hinn frásagnarlega þátt og hvernig sjálf frásögnin vinnur úr hinum siðferðislega efnivið. Það lýtur reyndar að þeim veruleikatengslum hins skáldlega tungumáls sem höfundur segir í inngangi að bókmenntafræðinni hafi ekki tekist að greina sem skyldi. Háð eða hnífsblað? í lokakaflanum er gefið yfirlit um trúarlega slagsíðu, þegar margir góðir fræði- menn hafa ýmist verið að eltast við heiðni eða kristni í Islendingasögunum. Hvorugt telur höfundur vænlegt nema að mjög takmörkuðu leyti. Nær lagi sé að gera ráð fyrir mismunandi hliðum sama virðingarhugtaks, t.a.m. ögrandi fram- komu og hófsemi, sem hvort tveggja eru birtingarmyndir hugtaksins. Eftir það sem á undan er komið má taka heils hugar undir þá skoðun. Einn þeirra fræðimanna sem nokkuð er haldið á lofti er Daninn Vilhelm Gronbech. Innlifunaraðferð hans kallast á við þá mannfræðilegu huglægni sem fjallað er um í fyrsta kafla. Hann talaði nánast um að taka textann á orðinu og að nauðsynlegt sé að komast inn í heim sagnanna án fræðilegrar kreddufestu (bls. 326-27). Vel má taka undir gildi innsæisins, sé haft á því traust aðferðafræðilegt taumhald. Hvorki verður Meulengracht Sorensen sakaður um skort á innsæi né taumleysi í þeim efnum. Þrátt fyrir nokkra hnökra sem vikið verður að í lokin þykir mér hann hafa skrifað merka bók sem alls ekki verður gengið framhjá um langa hríð, einkum þegar fjallað er um siðfræði Islendingasagna. Huglægni og innsæi eiga drjúgan þátt í því að auðga bókina að hugmyndum og þar með kveikja hugmyndir hjá öðrum. Það er aðal góðra fræðirita á sviði hugvísinda. Einmitt innsæið setur mark sitt á lokakaflann, umfjöllun um frásögn Sturlu Þórðarsonar af aftöku Vatnsfjarðarbræðra, sem höfundur telur raunsanna (auten- tisk) frásögn. Túlkun höfundar er skemmtileg og vel skrifuð, hann telur sæmd- arhugmyndina fylgja þeim bræðrum fram í rauðan dauðann. Um það þegar Þórður Þorvaldsson kveðst vilja hlíta griðum þeim sem Snorri Sturluson tók þeim til handa og ríða ótrauður hjá Sauðafelli, segir höfundur: „Sádan taler heltan i den
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.