Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 189
187
Bókmentasaga Islendínga
Þormóðr Kolbrúnarskáld, Gissur Gullbrárskáld og Þorfinnr munnr voru enn
hirðskáld Ólafs helga, þeir féllu allir á Stiklastöðum. Æfi Þormóðar er sögð í
Fóstbræðrasögu, eru þar í margar lausavísur eptir hann og nokkuð úr drápu þeirri
er hann orti eptir Þorgeir Hávarðsson, fóstbróður sinn.10
Þórarinn er kallaður var loftunga var íslenzkur maður og skáld gott; hann hafði
verið með konungum og höfðingjum, og var orðinn gamall maðr, þá hann kom
til Knúts ríka Danakonúngs. Hann hafði ort lofkvæði um Knút, það var flokkr,
og bað konung orlofs að flytja kvæðið, en af því konungur átti þá annríkt [og
gegndi ekki Þórarni bráðlega] þá bar Þórarinn aptur fram ósk sína með meiri
dirfsku, og kvað konúngi mundi það skömm tímatöf að hlýða kvæðinu, því
kvæðið væri ei nema fáar vísur. Þá reiddist konungur, og mælti: eingi maðr hefur
það fyrr gert enn þú að yrkja um mig dræplínga, og lagði fyrir hann, að hann
skyldi færa sér þrítuga drápu eða leingri morguninn eptir eða deya að öðrum kosti.
Það gat Þórarinn gert, og nýtti hann allt úr flokkinum það er mátti. Það kvæði
var kallað Höfuðlausn [og hefur verið stefjadrápa dróttkveðin], og ekki er tilfært
af því nema stefið:
Knútr verr grund, sem gætir
Griklands himinríki. (Fms. 5,5)
Síðan orti Þórarinn aðra drápu um Knút, sem erkölluð Togdrápa, í þeirri drápu
er sagt frá ferðum Knúts konungs er hann fór sunnan frá Danmörk og lagði undir
sig Noreg 1028; sú drápa er með toglagi og eru 7 erindi heil af henni í
Fornmannasögum 5. og 11. bindi en 1 vísuhelmíngur [þungskilinn] í Snorraeddu
bls. 156. Þórarinn orti og kvæði um Svein, son Knúts konungs og Alfífu, það
kvæði var kallað GLelogns eða Glalúngskviða, og er með fornyrðalagi, eru tilfærð
þar af 9 1/2 erindi í Heimskringlu, Ólafs sögu helga c. 152 og 159.
Með Magnúsi konungi góða og Haraldi harðráða voru mörg íslenzk skáld. Af
þeim nefni eg hér einúngis Arwor jarlaskáld, Þjóðólfog Stúfi
8. Arnór jarlaskáld. Faðir hans var Þórðr Kolbeinsson, sem bjó á Hítarnesi í
Mýrasýslu, hann var skáld mikið og virðíngagjarn, ekki vinsæll af alþýðu, þótti
spottsamr og grályndr. Þórðr fór til Noregs ofarlega á dögum Eiríks jarls Hákon-
arsonar, og færði honum kvæði, það var drápa og kölluð Belgskakadrápa í sögu
Bjarnar Hítdælakappa Kh 1847, bls. 9; er það líklega sama kvæði og í Hkr. kallast
Eiríksdrápa,11 eru þar tilfærðir í Ólafs sögu Tryggvasonar 10 heil erindi og 3
vísuhelmíngar og í Knýtlingu 6 erindi heil. Hann orti og drápu um Ólaf helga
(Hítd.); ekkert er til af henni. [Líka gerði hann kvæði um Gunnlaug ormstungu
og er þar af tilfært 1 erindi í Gunnlaugssögu.]12 Frá deildum þeirra Þórðar
10 Áspássíu: „NB Þórarinn loftúnga bls. 25-6.“ Á bls. 25 stendur: „til bls. 19.“ Kaflinn um Þórarin
erþvífluttur hingaðfrá bls. 25 í bdr., en þar kemur hann á eftir kajlanum um Stúfskáld.
11 Í281 8vo erþessu breyttþannig: ,,Annað kvæði um Eirík er eignað Þórði í Heimskringlu og kallað
Eiríksdrápa. Það er að líkindum ort seinna."
12 í280 eraðeins neðanmáls: „kvæði um Gunnl. Ormst. (Isl. 1.2, 267).“