Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 203
201
Bókmentasaga Íslendínga
Einarprestr Skúlason (á 12. öld). Hann hefir ort kvæði 1) um Sigurð Jórsalafara.
2) um Harald Gilla. 3) um Sigurð munn Haraldsson Noregskonúng. 4) um Eystein
Haraldsson Noregskonúng. 5) Geisla (Váttardrápu, Ólafsdrápu). 6) Elfarvísur.
Um æfi hans vita menn lítið. Hann var af ætt Mýramanna, og kominn af Egli
Skallagrímssyni. Hann er talinn meðal merkispresta í Vestfirðínga fjórðungi í
prestatali frá 12. öld. Ekki vita menn, nær hann er fæddr, eða nær hann dó. Hans
er fyrst getið við hirð Sigurðar konúngs Jórsalafara 1114, þegar stóð á lagadeilum
þeim enum miklu milli Sigurðar konungs og Sigurðar Hranasonar, og orti hann
vísu við það tækifæri. Aðra vísu orti hann hér um bil 1127, er hann var á skipi
Sigurðar konungs og hafði rúm sitt í lyptíngu hjá konungi; lagði Einar þá gott
orð við konung fyrir mann einn, er bjargað hafði öðrum manni, þeim er konungr
vildi kaffæra í sundleik. Af lofkvæði Einars um Sigurð Jórsalafara eru tilfærð 5
erindi heil um útferð Sigurðar konungs til Englands, Spánar og Jórsalalands, að
hann laugaði sig í ánni Jórdan, og vann borgina Sætt (Sídon). 1126 kom Haraldr
Gilli í Noreg frá Irlandi, hann flutti skírslu til faðernis sér, að hann væri sonr
Magnúsar konungs berfætts og bróðir Sigurðar konungs, gekk sú skírsla Haraldi
í hag, og tók Sigurðr við frændsemi hans. Sigrðr konungr dó 1130. Þá voru teknir
til konunga Magnús sonr hans og Haraldr Gilli; Haraldr var allra manna fé-
mildastr og hyllti marga menn að sér; hefir Einar farið til hirðar hans eptir andlát
Sigurðar. Brátt urðu þeir ósáttir Magnús og Haraldr; þeir börðust 1134, þar sem
heitir Fyrileif (nú Ferlöv, í Bahúsléni), hafði Haraldr ósigr og flýði til Danmerkr,
efldist þaðan að liði, króaði Magnús í Björgvinarvogi, handtók hann og blindaði
1135, og varð einn konungr yfir Noregi, en Magnús blindi tók þá múnks klæði
og fór í Niðarhólmsklaustr. Einar hefúr gjört tvö kvæði um Harald Gilla, annað
dróttkveðið, af því er ei til nema 1 erindi, um orrustur Haralds í Danmörk við
Hveðn og Hlésey; annað með toglagi, þar af eru til 2 vísuhelmíngar, getr hann
þess í öðrum vísuhelmíngnum, að Magnús var læstr inni í Björgvinarvogi, en í
hinum, að Haraldr varð ráðandi alls Noregs. Arið þar eptir, 14. Dec. 1136, var
Haraldr Gilli myrtr um nótt í rekkju sinni í Björgvin af Sigurði Slembidjákn, sem
þóttist vera sonr Magnúsar berfætts, og hafði borið járn til faðernis sér.
Nú er ekki getið Einars að hann hafi verið í Noregi, fyrr en eptir 1150; hefir
hann því að líkindum farið heim til íslands eptir dauða Haralds Gilla, og látið
þar vígja sig til prests; en víst er um það, að hann hefir verið prestur einhverstaðar
í Vestfirðíngafjórðungi ár 1143 (sjá Prestanöfn nokkurra presta kynborinna
Íslendínga í íslendingasögum, Kh 1843, 1 bindi bls. 384). Það svarar því þá, að
Einar hafi verið við prestskap í Islandi, meðan Magnús byskup Einarsson sat að
stóli í Skálholti, næstr Þorláki byskupi Runólfssyni; því Magnús kom frá Dan-
mörk frá byskupsvígslu til Noregs 1135, [var þar um hríð með Haraldi Gilla vel
haldinn] og fór um vorið 1136 til íslands; getr þá verið, að Einar hafi farið með
honum, þó þess sé ekki getið að eg viti; en 1148, þegar Magnús byskup fór yfir
Vestfirðíngafjórðung, gisti hann í Hítardal um haustið hjá Þorleifi Beiskalda,
ríkum höfðíngja; þá brann bærinn í Hítardal af lopteldi daginn eptir Mikal-
ismessu, brann Magnús byskup þar inni og 8 prestar með honum og 60 menn