Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 38
36
Gísli Sigurðsson
sem er augljós af útdrættinum hér að framan. I Vatnsdœlu er frásögnin borin uppi
af lýsingu Bergs og för Hofverja til hólmstefnunnar en þessi atriði er hvergi að
finna í Finnboga sögu. Þar er lögð höfúðáhersla á kvennamál Jökuls og bardaga
hans við Þorkel og Finnboga.
Deilur sagnanna fara af stað með ólíkum hætti. í Vatnsdalu er jafnvægi raskað
þegar Bergur, frændi Finnboga, kemur til sögunnar og er kynning á honum
listilega unnin til að taka af öll tvímæli um réttlátan dóm sögunnar. Lýsingin hefst
á því að dregin er upp mynd af Þorsteini goða Ingimundarsyni, stórlátum
héraðshöfðingja sem sýnir veldi sitt með örlæti og nýtur viðurkenningar af þeim
sem eiga leið um. Bergur sést fyrst úr fjarlægð í tíu manna nafnlausum en
skrautbúnum hópi sem æir í engjum Þorsteins án þess að ríða heim í hlað og heilsa
goðanum. Bergur dregur þó að sér athygli með því að berast mikið á; sker af
litklæði sínu bút sem dregst með jörðu og saurgast. Af þessari hegðun dregur
griðkona Þorsteins þá ályktun að hann muni vera hinn mesti ofláti því að hann
hendir verðmætum sínum (þessi hegðun er andstæð því sem áður hefúr komið
fram um Þorstein sem er stórlátur og gefitr— ekki ofláti sem hendit). Þorsteini er
borin frásögn af hegðun þessa hóps og hann ályktar að þar muni líklega fara Bergur
inn rakki sem hann lýsir við hlið Finnboga, móðurbróður hans, sem römmum
að afli og hinum mesta ofurkappsmanni. í lok kaflans hittast þeir frændur, Bergur
og Finnbogi. Finnbogi staðfestir dóm sögunnar um að réttara hefði verið að vitja
Þorsteins en Bergur svarar snúðugt: „[. . .] kvaðst eigi vilja lægja sig svo að finna
hann ‘því að erindi mitt var eigi til hans.’“ (31:1882)
Bergi er þannig lýst sem vel stæðum ofláta og hann verðskuldar ofanígjöf.
Þessari mynd af honum er Iævíslega haldið að lesendum með því að hæla Þorsteini
fyrst og byggja upp traust á honum. Þegar Bergur fær loks að tala sjálfur og verjast
ásökun frænda síns er sagan búin að fella yfir honum að því er virðist óháðan dóm
með því að sýna fyrst hegðun hans, leita álits óháðrar persónu og víkja loks að því
orðspori sem af honum fer með því að leggja það í munn Þorsteini.
Áður en Bergur birtist á sjónarsviðinu í Finnboga sógu er Finnbogi að treysta
sig í sessi sem héraðshöfðingi og storkar Hofsvaldinu með því að láta frænda sinn,
afglapann Þorkel, biðja sér ástkonu Jökuls Ingimundarsonar, Þóru Þorgrímsdótt-
ur. Finnbogi tekur sjálfur að sér að halda yfir honum hlífiskildi og sýnir þannig
hvers hann er megnugur í héraðinu. Jökull bregst að vonum illa við og reynir að
fara með ofbeldi gegn þeim frændum en bræður hans, Þórir og Þorsteinn, ganga
á milli. Finnbogi reynir síðan að kljúfa samstöðu þeirra bræðra með fjárgjöfum
og býður Þóri og Þorsteini til brúðkaupsins. Þeir taka við fénu en treystast ekki
til að ganga gegn vilja bróður síns og sitja því heima. Finnbogi heldur brúðhjón-
unum síðan heima hjá sér og lesandann gæti grunað að það sé gefið í skyn í sögunni
að vingott sé með Finnboga og Þóru því að hún vill umfram allt vera á Borg og
Finnbogi talar um hana sem vinkonu sína. Með þessari tilhögun og tali er Jökull
niðurlægður enn frekar svo að það er ekki að ástæðulausu að hann leitar hefnda
þegar hann fréttir af brúðhjónunum í Bólstaðarhlíð hjá foreldrum Þóru. Sú
hefndarför verður honum þó til lítils frama því að Svartur, nautamaður Þorgríms,