Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 12
10
Terry Gunnell
fullyrti Hallvard Mageroy án athugasemda að „The Icelanders had no theatre“ í
umfjöllun sinni um ritunartíma íslendingasagna (Mageroy 1981, xvii).5
Nú á dögum eru menn farnir að skoða kvæðin í nýju ljósi, sérstaklega með
tilliti til munnlegrar geymdar sem flest kvæðin lifðu lengi í áður en þau komust
á skinn. Og þá er ekki einungis um að ræða hvernig textinn breyttist í munnlegri
geymd, heldur líka hvernig kvæðin mótuðust eftir kröfum hlustenda og áhorfenda
(sját.d. Harris 1983; og Gísla Sigurðsson 1988,1990, og 1992). í þessu sambandi
er nauðsynlegt að hafa í huga að fáir lásu eddukvæðin á miðöldum. Flestir munu
hafa heyrt þau annaðhvort flutt af einum eða fleiri mönnum sem „kunnu“ textana,
eða lesin upphátt úr bók eins og algengt var um miðaldabókmenntir. Þess vegna
er nauðsynlegt fyrir okkur að „lesa“ kvæðin fyrst og fremst með eyrunum, og hafa
augun opin fyrir hinu sjónræna, eins og handahreyfmgum sem gætu hafa fylgt
textanum.6 Slík aðferð leiðir ýmislegt í ljós varðandi eddukvæðin og upphaflegan
flutning þeirra.
Að auki hefur mikið nýtt efni komið upp á yfirborðið. Þar má til dæmis
minnast á myndir af grímuklæddu fólki sem eru á Asubergs teppinu (Hougen
1940, 93, 104, 115), og elleftu aldar dýragrímur sem fúndust nýlega í höfninni
við Heiðabæ (Hágg 1984, 69-72). Greinilega er gild ástæða til að endurskoða
hugmyndir um tengsl eddukvæðanna við leiklist til forna.
Án efa hafa fræðimenn verið of fúsir til að samþykkja að Norðurlönd hafi ein
verið undanskilin leiklist og leikrænum leikjum á meðan allar aðrar þjóðir virðast
hafa tekið þátt í slíkum fíflalátum. Vissulega finnum við enga frásögn í íslend-
ingasögunum sem lýsir til dæmis að hin fræga „hermikráka" Gísli Súrsson (Gísla
saga Súrssonar, sjá ÍSI, 883) hafi sett upp sýningu á Lokasennu á Þórsnesþingi.
En það er brýnt að hafa í huga að tilgangur íslendingasagna var ekki að gefa
heildarmynd af þjóðfélaginu á fyrstu öldum íslands byggðar. Þar er sagt frá því
sem varðar söguþráðinn mestu. Það má bera þetta saman við klassískar enskar
bókmenntir á nítjándu öld. Kunnugt er að ýmsar gerðir af „folk drama“ voru
útbreiddar í flestum sveitaþorpum í Bretlandi á þeim tíma (sjá t.d. Helm 1980).
Samt kannast ég bara við tvær ýktar frásagnir af þessari hefð, en þær eru í verkum
Hardys (The return ofthe native 1990, 121-139; fyrst gefið út 1878) og Scotts
(Thepirate 1886, 465—468; fyrst gefið út 1822), en þeir höfðu báðir sérstakan
áhuga á að lýsa hvernig þjóðfélagið hefði verið í gamla daga.
Það er vel þess virði að athuga hvernig mönnum sem dulbúa sig er lýst í
5 Ekki er alltaf víst hvað fræðimenn eiga við með orðum eins og „theatre" eða „drama“. Það getur
vel verið að Mageroy hefði hugsað um „theatre" í nútíma skilningi, og þá hafði hann vissulega
rétt fyrir sér. Samt er „leiklist" til strax og maður fer í hlutverk og leikur fyrir áhorfanda, og slík
athöfn getur gerst hvar og hvenær sem er í öllum þjóðfélögum.
6 Góð dæmi um slíkt eru orð eins og „Rístu nú, Skírnir,/ og gakk að beiða/ okkarn mála mög“
[Skímismáll.v.); „Baugégþér þágef (Skímismál2\ v.); „Sérþúþennamæki, mær“ (Skímismál
23 og25 v.); „Seztu niður (Skimismál29 v.); „Takwið hrímkálki“ (SkímismáTH v. og Lokasenna
53 v.); „Ristuþá, Víðar" (Lokasenna 10 v.); „Farðu á bekk jötuns“ (Vafþrúðnismál 19 v.); „Sittu
nú, Sigurður/ en ég mun sofa ganga (Fáfnismál 27 v.) o.s.frv. Slíkar setningar eru sérstaklega
ákveðnar og ólíklegt að flytjandinn hafi ekki túlkað þær með einhvers konar hreyfingu. Um leið
og hann gerir það er hann farinn að leika.