Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 220
218
Jónas Kristjánsson
Skotum, enda sýna mannfræðilegar rannsóknir á vorum dögum ýmis frábrigði
íslendinga frá öðrum norrænum þjóðum.
Sjálfur hallast ég að því að mismunurinn sé að nokkru sprottinn af uppruna,
en þó einkum af umhverfi og aðstæðum. í Noregi voru íbúarnir sundraðir í margar
sérstæðar þinghár. Þótt konungur ætti að heita einn yfir landi frá Haraldi hárfagra,
þóttust ýmsir vera kallaðir til valda á hverjum tíma, og sjálfkjörin konungsefni
börðust um hásætið öld eftir öld. En Island er eyja, og breitt og torfært haf skilur
hana frá öðrum löndum. Hér bundust menn í samstæða heild af einum lögum
og einu allsherjarþingi. Stjórnskipan íslenska þjóðveldisins var sérstæð um margt
og ólík því sem gerðist í móðurlandinu Noregi. Skipulag kirkjunnar var einnig
óvenjulegt á fyrstu tímum og hún mjög svo samofin hinu veraldlega þjóðfélagi.
Höfðingjar tóku prestlegar vígslur, og bóklærðir menn lögðu stund á hagnýt og
þjóðleg fræði. Landnámið markaði glöggt upphafþjóðarsögunnar, og svo æxlaðist
að íslendingar rituðu ekki einungis sína eigin sögu heldur og sögu grannlandanna,
einkum Noregs, með kjölfestu í ævi konunganna. Kóróna þeirrar sagnaritunar
var Heimskringla Snorra Sturlusonar, samin kringum 1230.
Með rómantík nítjándu aldar vaknaði í Noregi, eins og á Islandi og í fleiri
ófrjálsum löndum, mikil þjóðleg hreyfing og barátta til sjálfstæðis. Norðmenn
reyndu að endurvekja sem ritmál leifar hinnar fornu norrænu tungu, einkum með
því að leita til talmáls byggðanna. Sjálfsforræði þjóðarinnar þróaðist smátt og
smátt uns fullveldi var náð í byrjun tuttugustu aldar. Og jafnfara hinni þjóðlegu
vakningu og vaxandi frelsi leystust úr læðingi duldir kraftar. Norðmenn gerðust
forustuþjóð á mörgum sviðum svo sem í siglingum og könnun heimskautasvæða.
Nýjar norskar bókmenntir þróuðust ágætlega og vörpuðu ljóma langt út fyrir
endimörk Noregs. Heimskringla var þýdd hvað eftir annað á norskt nútímamál,
og frásagnir Snorra af mikilmennum fornaldar urðu máttugur aflvaki í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar, líkt og Islendingasögurnar kveiktu þjóðlegan metnað í
brjóstum ungra manna hér á landi.
í hita baráttunnar lögðu Norðmenn ekki þunga áherslu á það að höfundur
Heimskringlu hefði verið útlendur maður. Þeir hugsuðu eitthvað á þessa leið:
ísland var fúndið og numið af Norðmönnum. A dögum Snorra töluðu báðar
þjóðirnar enn sama tungumálið. í rauninni bjuggu Norðmenn á Islandi, enda var
það staðfest á þrettándu öld þegar þeir gerðust af frjálsum vilja þegnar Noregs-
konungs og gengu inn í hið norska rfki. Konungasögurnar herma frá norskum
mönnum og atburðum, og þó að þær séu að vísu færðar í letur úti á Islandi, þá
eiga þær rætur að rekja til norskra sagna og heimildarmanna.
í „nokkurum hugleiðingum" um Snorra Sturluson á sjöhundruðustu ártíð
hans 1941 segir Sigurður Nordal á þessa leið: „En um Heimskringlu er því svo
háttað, að hún hefúr um langan aldur verið svo samgróin norsku þjóðlífi, að öllum
þorra Norðmanna og jafnvel þeim menntamönnum þar í landi, sem eru ekki
sérfræðingar í norrænum fornmenntum, kemur sjaldan annað til hugar en hún
sé norskt rit, þó að þeir viti, að höfundur hennar hafi átt heima á Islandi. Vér
íslendingar höfúm vitanlega stórhneykslazt á þessu, hvenær sem vér höfúm orðið