Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 16
14
Terry Gunnell
1965, 42-47). En í öllum þessum tilvikum er mikið deilt um hvort verkin hafi
verið leikin eða lesin (sjá t.d. Zeydel 1945, 443-456; Axton 1974, 26-29; og
Dronke 1984, 58-59).
Sams konar vangaveltur eiga ekki við um helgileikrit katólsku kirkjunnar. Það
leikur engin vafi á því að helgileikrit voru leikin á latínu í kirkjum og í klaustrum
um alla Evrópu frá miðri tíundu öld. Slík leikrit sem þróuðust úr helgiathöfnum
um páska og jól voru skráð, í flestum tilvikum, eins og allar aðrar kirkjulegar
athafnir. Gott dæmi um þetta er þrettándu aldar leikritabók sem var varðveitt í
klaustri á Fleury í Frakklandi (Orleans, Bibliotheque de la Ville, MS. 201 [olim
178]-, sjá Tintori 1958): Þar er nöfnum mælenda og sviðsleiðbeiningum komið
fyrir í römmum í textanum sjálfum.
Annars notuðu kirkjunnar menn margar aðferðir til að skrá leikrit. Sum leikrit,
eins og leikritið frá Strassborg um Vitringana þrjá (ca 1200; sjá Young 1933, II,
á móti bls. 64), eru skráð á sama hátt og leikrit Terentiusar, þ.e.a.s. mælendanöfn
eru rituð í textanum. Annars staðar eru mælendanöfn undirstrikuð (sbr. fjórtándu
aldar spámannaleikritið frá Rouen; sjáYoung 1933, II, ámóti bls.154), eðakomið
fyrir í textanum í eyðu í línunni þar sem undanfarandi ræður enda, eins og í
handritinu af elleftu/tólftu aldar spámannaleikritinu Sponsus frá Limoges (sjá
Smolden 1972, forsíða). Slík aðferð virðist hafa verið mjög algeng í skráningu
trúarlegra eða heimspekilegra samræðna og finnst til dæmis í handritum af
Konungs skuggsjá frá Noregi. Annars staðar vantar mælendanöfn alveg, eins og í
Ludus super iconia Sancti Nicolai („Leikritið um líkneskju hins heilaga Nikulásar“)
eftir Hilarius frá tólffu öld (Young 1933, II, 338). Það er eftirtektarvert að
skráning mælendanafna á spássíur latneskra helgileikrita virðist ekki hafa byrjað
fyrr en á fjórtándu öld. Fyrsta dæmið um þetta kemur frá Cividale á Norður-Italíu:
Cividale, lleale Museo Archeologico, MS CI, fol. 74r-76v (sjá Smolden 1965,
forsíða).
Önnur aðferð sem varð tiltölulega algeng á miðöldum er notuð í frönskum
handritum sem varðveita leikverk eftir frönsk skáld á þrettándu öld eins og
Rutebeuf frá París, Jean Bodel og Adam de la Halle frá Arras í Norður-Frakklandi.
Þessir menn skrifuðu á frönsku, og í handritum leikverka þeirra eru nöfn mælenda
oftast sett í miðja línu fyrir ofan ræður þeirra eins og algengt er í prentuðum
leikritum í dag.10
Síðast en ekki síst skal nefna hér mjög athyglisverða aðferð þar sem mælenda-
nöfn voru skammstöfúð á spássíu handritanna. Nær öll slík verk eru meira eða
minna hrein samtalsverk, og þeir fræðimenn sem hafa skoðað þannig merkingar
í handritum á síðustu árum álíta að þær bendi til einhvers konar leikræns flutnings
verkanna.
Elsta dæmi sem ég hef séð um þetta er gamalt handrit af leikritum Terentiusar
10 Þetta kerfi er notað í BN f. fr. 25566 handrit, fols. 39r—48r (Le jeu de Robin et Mariori), fol.
48v-59v (Lejeu de la feuillée), og fols. 68r-83r (Lejeu de saint Nicolas). Handritið var skrifað
ca 1300. Lemiraclede Theophilecfúr Rutebeufer varðveitt í BNf.fr. S37handrit, fol. 298v-302v
(ca 1261).