Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 111

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 111
109 Sighvatur Þórðarson ogEgils saga erfiljóð um vin sinn Erling Skjálgsson, sem féll þegar hann ætlaði að veita Ólafi konungi atgöngu. Hann yrkir fagurlega um Ólaf dauðan og sýnir einnig minn- ingu hans virðingu með því að stuðla að því að Magnús Ólafsson verði tekinn til konungs eftir föður sinn. Hann er einarður í samskiptum sínum við Magnús og kveður hinar vel þekktu Bersöglisvísur þegar mönnum þykir ofsi hins unga konungs keyra úr hófi. I grein í Skáldskaparmálum I (1990) hef ég reynt að sýna fram á að í Heimskringlu birtist ákveðin þróun í lýsingum á hegðun konungsmanns gagnvart konungi annars vegar og vini hins vegar. Óþarfi er að endurtaka það sem þar segir en minnt skal á að eftir því sem á Heimskringlu líður verður ljósara að sjálfstæði gagnvart konungi reynist betur en blind fylgisspekt við hann. Það kann t.d. ekki góðri lukku að stýra að bregðast vini frammi fyrir konungi þó sá sé í ónáð konungs. Mjög svipaðar hugmyndir birtast í Egils sögu, en munurinn er sá að þar er allt einfaldara og þróunin augljósari í átt frá konungshollustu til tryggðar við vin. í þessum samanburði var bent á að Sighvatur skáld og Arinbjörn hersir væru um margt líkir: þó báðir væru tryggir konungsmenn þorðu þeir að vera vinir vina sinna og hætta þannig á að fá reiði konungs. Líkur voru leiddar að því að Egils saga hefði í þessu atriði þegið frá Heimskringlu og væri þar af leiðandi yngra verk. Þetta er í samræmi við skoðun Jónasar Kristjánssonar (1977) á afstöðu verkanna en í andstöðu við þær skoðanir sem ríkjandi hafa verið; sbr. Bjarna Einarsson (1975) og Sigurð Nordal (1933). Nánar er fjallað um tengsl þessara verka í doktorsritgerð minni frá 1992 og eindregið hallast að því að Egils saga sé yngra rit. En höldum okkur við Sighvat og hugsanleg áhrif hans á Egils sögu. Á öðrum stað en hjá Snorra kemur Sighvatur fram í höfuðlausnarfrásögn þar sem hann bjargar íslenska skáldinu og systursyni sínum, Óttari svarta, undan reiði konungs, rétt eins og Arinbjörn bjargar Agli.3 Þessi frásögn er varðveitt í Flateyjarbók (sjá Óttarsþátt svartaí ísls. III, bls. 2201-2202). Frásögnin er runnin fráStyrmi fróða Kárasyni og er eitt af fáum brotum („articuli“, sbr. Flateyjarbók IV, bls. 1) sem enn eru varðveitt úr sögu hans af Ólafi helga. Þessa sögu hefur Snorri Sturluson þekkt og notað mikið (sbr. formála Bjarna Aðalbjarnarsonar að Ólafs sögu helga, Hkr. II, bls. ix). Því er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna hann hafi ekki tekið höfuðlausnarþáttinn af Óttari upp í sögu sinni af Ólafi helga. I ofangreindu riti um Egil reyni ég að skýra það í ljósi þeirrar viðleitni Snorra að forðast að segja í Heimskringlu (og Ólafs sögu sérstöku) sögur sem minni um of hver á aðra. í efniviði sínum hafði Snorri þegar meira en nóg af höfuðlausnarsögum og skyldum sögnum, og því má ætla að hann hafi ekki kært sig um að gera hið „sögulega" verk sitt tortryggilegt með því að láta þær allar fljóta með þó skemmtilegar væru og hefðu auk þess íslendinga í aðalhlutverkum. Bjarni Aðalbjarnarson bendir þar að auki á að frásögn Styrmis af Óttari sé vart samboðin tign Astríðar Noregsdrottn- ingar (sjá Hkr. II, bls. xx). 3 í þessu sambandi mætti minna á að Skalla-Grímur er systursonur skáldsins ölvis hnúfu sem bjargar honum frá reiði Haralds hárfagra við aðstæður sem um mjög margt minna á höfúðlausn- arsöguna í Jórvík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.