Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 117
Sighvatur Þórðarson og Egils saga
115
Egill hafi getað ort. Um aldur Sonatorreks vísa ég til nýlegrar greinar eftir Bjarna
Einarsson (1992) og rits míns um Egils sögu, en á báðum stöðum er því haldið
fram að kvæðið sé frá 13. öld.
Nú skal á það minnt að til eru ýmsar höfuðlausnarsögur, að vísu mjög
misjafnlega útfærðar. Sumarþeirra bera nokkuð fornlegan svip, einkum tilvísunin
í höfuðlausn Braga Boddasonar í Snorra-Eddu (bls. 97). Þar rifjar Bragi upp í vísu
að hann þá höfuð sitt af Birni á Haugi og myndin (nýgervingin) sem þar birtist
minnir mjög á 7. erindi Arinbjarnarkviðu þar sem Egill rifjar upp höfuðlausn
sína. A höfuðlausn Braga er minnst í Egils sögu þar sem Arinbjörn biður Egil að
yrkja höfuðlausn í Jórvík. Þetta atriði er mikilvægt þvf að það segir okkur að sá
sem Egils sögu skráði hafi þekkt þessa sögu. Slíkt gæti bent til þess að hann hafi
notast við sagnir af Braga við sköpun höfuðlausnarfrásagnarinnar í Egils sögu og
þá jafnframt átt þátt í sköpun Arinbjarnarkviðu.
í þessu samhengi er mikilvægt að spyrja: Eru einhverjar heimildir eldri en Egils
saga sjálf sem benda til höfuðlausnar Egils? Því er skjótsvarað: engar sem á er að
treysta. Heimskringla minnist t.d. ekki einu orði á slíkt (hún nefnir ekki Kveld-
úlfsfjölskylduna á nafn þó marga hildi eigi þeir frændur að hafa háð við konunga
Noregs). Kvæðið íslendingadrápa nefnir þá bræður Þórólf og Egil í sambandi við
veru þeirra á Englandi. En það sem þar er sagt um þá virðist vera ort undir áhrifum
frá Egils sögu sjálfri, sbr. grein Bjarna Einarssonar í Tímariti Háskóla íslands frá
1989. Þar andmælir hann skoðunum Jónasar Kristjánssonar þess efnis að íslend-
ingadrápa sé eldri en íslendingasögur og megi nota til vitnis um munnlega
sagnahefð.5 Snorra-Edda vitnar í vísur úr Egils sögu, m.a. einn vísuhelming úr
Arinbjarnarkviðu. Umræddur vísuhelmingur er ekki varðveittur í öllum aðal-
handritum Snorra-Eddu. Ýmislegt virðist benda til að hann sé þar ekki uppruna-
legur (sbr. rit mitt frá 1992).
Nú er það löngu vitað að mikið af kveðskap Egils sögu getur ekki verið mjög
gamall. Jón Helgason hrifsaði t.d. Höfuðlausn úr höndum Egils árið 1969, m.a.
með málfræðilegum rökum. Hann taldi Höfuðlausn vera 12. aldar kvæði, ort
undir áhrifum frá Runhendu Einars Skúlasonar, en gekk reyndar út frá því að
eldri Höfuðlausn (eftir Egil sjálfan) hefði verið til en glatast. Spyrja mætti hvort
nokkuð mæli gegn því að Höfuðlausn sé enn yngra kvæði, ort um svipað leyti og
sagan af Agli var færð í letur.
í ljósi þess hve lítið er að styðjast við um Kveldúlfsfjölskylduna annars staðar
en í Egils sögu (utan knappar frásagnir í Landnámu sem ekki eru í samræmi við
söguna, nema Sturlubók sem styðst við hana) hallast ég að því að ekki hafi gengið
margar sögur af henni í munnmælum.
Það sem sagt var um Sighvat hér að ofan getur sennilega aldrei eitt og sér
sannfært menn um réttmæti þeirrar stefnu sem hér er fylgt. En líta má á könnun
af þessu tagi sem hluta af stærra samhengi: almennri athugun á vinnubrögðum
Egilssöguhöfundar og meðferð hans á efniviði sínum. Bjarni Einarsson hefur
5 Sbr. Jónas Kristjánsson, 1975, bls. 76-93.