Skírnir - 01.01.1945, Page 7
Einar Ól. Sveinsson
Jónas Hallgrímsson
Erindi flutt í Háskóla tslands á aldarártíö skáldsins.
í þjóðsögunum er getið um menn, sem sátu úti á kross-
götum á Jónsmessunótt. Þá flykktust að þeim álfar og
aðrar vættir þjóðtrúarinnar og sögðu þeim fyrir dulda
hluti, buðu þeim að gjöf gull sitt og gersemar.
Jónas Hallgrímsson er staddur þar í sögu íslenzku þjóð-
arinnar og bókmennta hennar sem margir vegir mætast,
hann sá miklu víðar en til fjögra kirkna; einn og vinafár
sat hann úti og leitaði frétta í þögn óttunnar og bjarma
árdegisins, og huldar vættir landsins veittu honum gjafir
sínar, en hann gaf þær öðrum, svo að þær eru nú 1 hvers
manns eigu.
I.
Á öllum öldum íslands byggðar hafa verið ortar góðar
vísur og kvæði, sem lifa, þótt aldarandi og bókmennta-
smekkur breytist. En hinu er ekki að neita, að áraskipti
og aldaskipti hafa verið að því, hve vel allur þorri manna
orti. Og sjaldan hafa íslenzkar bókmenntir haft meiri
kræklusvip en á næstu öldinni fyrir daga Jónasar Hall-
grímssonar. Ástæðurnar eru auðsæjar og alkunnar: hnign-
un hags og menningar íslendinga undir valdi erlends ein-
valdskonungs og einokun, sem smám saman rúði þá inn
að skinninu, svo að mannfellir varð, hvað lítið sem harðn-
aði í ári. Bókmenntirnar: annálar, riddarasögur, prédik-
anir, rímur, vikivakakvæði, sálmar — báru merki áþján-
arinnar. Ritmálið var mengað dönsku og þýzku; orðfærið
sýnir, að menn leituðu helzt að fyrirmynd þar sem kan-