Skírnir - 01.01.1945, Side 8
6
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
sellístíllinn var. 1 kveðskap var málið lagt undir ok ríms-
ins; málfegurðin, sem þó er uppspretta alls skáldskapar,
varð að þoka sæti fyrir dýrum háttum; einu þótti gilda,
hvernig orðunum var kuðlað saman, ef þau rímuðu vel.
Það sem gerðist í bókmenntum og þjóðlífi Islendinga á
ofanverðri 18. öld finnst mér alltaf átakanlega einkenni-
legt og merkilegt. Um útlit og horfur segja orð eins og
móðuharðindin, afnám biskupsstóla í Skálholti og á Hól-
um, afnám alþingis. En inn í þessa dauðans óttu berast
geislar, sem með kynlegum hætti leika um hin dimmu hel-
heimsský. Mikið af þessu ljósi stafar frá upplýsingar-
stefnunni, bjartsýni hennar og frjálslyndi og mannúð. Ég
nefni hér tóm nöfn, sem þó nægja: Skúla fógeta með verzl-
unar- og atvinnubaráttu sína, félag þeirra manna, sem
stóðu að Hrappseyjarprentsmiðju, sem fyrst hóf hér á
landi að marki prentun veraldlegra rita, Lærdómslistafé-
lagið, menn eins og Eggert Ólafsson, Jón Eiríksson, Magn-
ús Stephensen.
í skáldskapnum er umbótaviðleitnin engu síður auðsæ
og einkennileg. Skáldin, alin upp við rímur og sálma,
spurðu sig sjálf: Hvernig getum við fengið kveðskap, sem
að fágun og hugsjónum, tign og fjölbreytni standi útlend-
um kveðskap á sporði, kveðskap Miltons eða Klopstocks,
Popes eða Tullins? Rithöfundar, aldir upp við stíl alþingis-
bóka, spurðu sig: Hvernig getum við öðlazt fullkominn
stíl óbundinnar ræðu, sem hafi eitthvað af lipurð og mætti
stíls Swifts eða Voltaires? Allir vissu, að íslendingar
höfðu eitt sinn átt bókmenntir á háu stigi. Menn reyna að
hreinsa málið, bæta orðfærið með því að líkja eftir forn-
sagnastíl, hressa við kveðskapinn með skáldamálslærdómi
og fornum háttum. Árangurinn er í fyrstu kynlegur og
átakanlegur. Það er ekki fyrr en áhrif fornmálsins og tal-
aðs máls alþýðunnar, eins og það er hreinast, renna sam-
an, að þjóðin öðlast nýjan ritmálsstíl, sem gefur öllu svip,
sem síðan er ritað á Islandi. Þetta er í ritum Sveinbjarnar
Egilssonar. Svo sterk eru áhrifin frá honum, að unun er
að lesa jafnvel miðlungsmenn meðal lærisveina hans vegna