Skírnir - 01.01.1945, Page 10
8
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
erindi úr kvæðunum tveimur um móðurástina, sitt úr
hvoru.
Þetta er stíll 18. aldarinnar, þó að kvæðið væri ekki
ort fyr en á öðrum fjórðungi hinnar nítjándu:
Tvíburar um háls móður hanga;
henni verður megn um (þ. e. um megn!) að ganga,
fóta kann ei framróa árum,
frosnum særist þunn kinn af tárum.
Þetta er hinn nýi stíll:
Hver er in grátna, sem gengur um hjarn,
götunnar leitar og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum, en mátturinn þver —
hún orkar ei áfram að halda.
II.
Orðin eru til alls fyrst, og þessi endurnýjun bókmennt-
anna var einn og fyrsti þáttur í endurfæðingu alls menn-
ingarlífs íslendinga. Og þessar bókmenntir voru þrungn-
ar þeim hugsjónum, sem voru hreyfiafl í baráttu þjóðar-
innar til frelsis og menningar.
Margt af kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, ekki sízt
Hulduljóð, sýnir ást hans á Eggert Ólafssyni. Þessu veld-
ur ekki bragsnilld Eggerts, sem var lítil, heldur hugsjónir
hans og margra annara samtíðarmanna hans: ættjarðar-
ást, hugur á framförum þjóðarinnar, ást á tungu hennar
og fornri menningu, mætur á íslenzkri náttúru, trú hans
á ísland. Þetta voru einnig hugsjónir Jónasar og fylgis-
manna hans. En hér kom enn annað til. Tveim árum áður
en Jónas kom til Hafnar eða 1830 hafði Júlíbyltingin vak-
ið nýja frelsisöldu, sem barst út um víða veröld, og Jónas
Hallgrímsson og félagar hans urðu gagnteknir af þeim
hugsjónum. Þær innibundu bæði kröfur um almenn mann-
réttindi og sjálfsforræði undirokaðra þjóða. En einnig
hér voru bæði erlendar og innlendar forsendur; þessi
hreyfing fékk stuðning af minningum um hið forna frelsi