Skírnir - 01.01.1945, Page 11
Skírnir
Jónas Hallgrímsson
9
íslendinga og hið forna þjóðveldi, og án þess hefði frelsis-
barátta íslendinga aldrei borið árangur, jafnvel aldrei
hafizt.
Árið 1835 gaf Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason,
Brynjólfur Pétursson og Tómas Sæmundsson út fyrsta
árgang Fjölnis. Fjölnir var boðberi hins nýja vors í bók-
menntunum og boðberi allra þessara hugsjóna; þær flétt-
ast þar saman á einkennilegan hátt. Nytsemi, fegurð,
sannleikur og siðgæði eru einkunnarorð hans, en undir
nytsemina er skilið frelsi og mannréttindi, athafnasemi
og heilbrigt félagslíf. f kaflanum um fegurðina beinist
talið einkum að fegurð íslenzkrar tungu og íslenzkrar
náttúru. Þegar rætt er um ástina á íslandi, er í öðru orð-
inu talað um fornsögurnar, í hinu um fegurð landsins.
„Hver sem les íslenzku sögurnar með athygli, í honum
verður að kvikna brennandi ást á ættjörðu sinni, eða hann
skilur þær ekki sem vera ber. Víst er um það: margt er
annað, sem minna mætti sérhvern íslending á þessa ást,
ef hann rennir augum sínum yfir grænu dalina, með hlíð-
arnar kvikar af nautum og sauðum og hrossum, og lítur
niður í lækina, himintæra, — laxa og silunga leika með
sporðaköstum. Eyjarnar virðast oss ekki leiðinlegar, þeg-
ar fiskurinn gengur upp í flæðarmál og fuglinn þekur
sker og kletta. Himininn er heiður og fagur, loftið hreint
og heilnæmt. Og sólin, þegar hún roðar á fjöll á sumar-
daga kvöldum, en reykirnir leggja beint í loftið upp —
hvað þá er blítt og fallegt í héröðunum! Og því fleiri lönd
sem vér sjáum, því ákafar girnumst vér aftur til fslands."
Það er enginn vandi að ættfæra þessi orð.
Það vekur enga furðu, að eftir Jónas birtast í Fjölni
bæði kvæði og sögur, né að hann skrifaði þar ritdóm um
Tístramsrímur Sigurðar Breiðfjörðs, og hann eins og
vænta mátti heldur harðskeyttan. Hann skrifar þar enn-
fremur sitthvað varðandi náttúrufræði, og hann þýddi
Stjörnufræði Ursins. En þar með er ekki allt upp talið.
Á þeim árum, þegar öll dönsk skáld eru ópólitískir fagur-
fræðingar, ritar hann í Fjölni grein um hreppana á ís-