Skírnir - 01.01.1945, Side 14
12
Einar ÓI. Sveinsson
Skírnir
hann og mörg önnur dönsk skáld, þýddi heilan hóp kvæða
eftir Heinrich Heine. Hversu fágun hins erlenda kveð-
skapar hefur áhrif á skáldskaparstíl hans og samtíðar-
manna hans, var áður getið. Um leið má nefna, að Jónas
auðgaði íslenzk ljóð með ýmsum ágætum bragarháttum,
sem honum eru komnir frá bragsnillingum samtímans, þó
að flestir þeirra eigi sér langa sögu; ég nefni sem dæmi
sonnettu, terzínu, ottövu, elegiskan hátt, spönsku rómöns-
una og Heineshátt. „Es liegen in den verschiedenen poe-
tischen Formen geheimnisvolle, grosse Wirkungen," sagði
Goethe: í hinum margvíslegu skáldskaparformum eru fólg-
in dularfull, máttug áhrif, og tilvist þessara bragarhátta
segði mikla sögu, ef út í það væri farið nánar. En það sem
mér þykir merkilegast af þessu öllu, er, að skáldið berst
ekki með straumi og stormi, heldur siglir hann beitivind
þangað sem eðli hans vísar honum. Og þessir hlýlegu suð-
rænu bragarhættir eru hjá honum innan um fornyrðislag
og ljóðahátt, dróttkvætt, töglag og hrynhendu. Margt hríf-
ur huga hans, en ekkert sezt þar að til lengdar, nema það'
sé í samræmi við skaplyndi hans. Við sjáum samtíðar-
skáldskapinn örva hann, gefa honum minni og myndir,
en stefnunni í kveðskap hans ræður þó þersónuleiki hans
sjálfs.
Til marks um það skal ég nefna nokkur dæmi. Eitt aðal-
einkenni rómantísku stefnunnar er leitin til hins fjar-
læga. Fjarlægra tíma, ekki sízt hinna kristnu miðalda.
Norræn skáld sóttu sér þó oft annað veifið efni í íslenzk
fornrit; hvernig þeim tókst að skilja þau, kemur ekki
þessu máli við, en vert væri, að sú saga yrði einhvern-
tíma sögð skilmerkilega. íslenzkum skáldum hlaut að
verða starsýnt á söguöldina, gullöldina. Þeir sáu hana í
dýrðarljóma. Lítum á „ísland farsælda frón“! En ef við
athugum Gissur og Geir, Gunnar, Héðin og Njál í því
kvæði vel, þá hygg ég við verðum þess brátt vör, að um-
hverfis þessa menn er hjá Jónasi ekki töfraljós róman-
tísku skáldanna, heldur dagsljós, sólbirta, dæmislíkust.
sólbirtu Hómers.