Skírnir - 01.01.1945, Side 16
14
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
dögg það við hugðum,
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.
Ég get ekki komið fyrir mig nema svo sem tveimur haf-
meyjum hjá Jónasi; önnur er Sæunn hafkona, í kvæði
þýddu eftir Heine og mjög breyttu. Hin er í kvæðinu Úti
í Vestmannaeyjum, þar sem saman ruglast hjá skáldinu
það sem hann hafði heyrt þar, séð og dreymt. Sú hafmey
er í nokkuð vafasömu umhverfi:
sat hjá henni í síðum klæðum
séra Jón minn píslarvottur.
Skáldið er hér í rómantískum ham:
Sungu þau bæði sætt og lengi,
svo að yndi var að heyra;
lagið var sem lagargjálfur,
lagði ég við það sólgið eyra.
Og í rómantískum hálfkæringi:
Þar var margt um Tyrkjann talað,
tókst svo bæn, sem nú er vandi:
„Vísaðu leið og flyttu, faðir,
friðsamlega sjófarandi.“
Að loknum þessum skálddraumi fer Jónas svo að segja
frá sel, sem raunar svaf á steininum, og ófimum skot-
manni, og er ekki gizka alvarlegur.
Jónas tekur algengt yrkisefni frá samtímanum, þar sem
hafmeyjar þessar eru, en, eins og sjá má, verður það hon-
um ekki langætt. I Formannsvísum, sem taldar eru ortar
1844, er ekki annað í sjónum en fiskar, sem verður það
að feigð, að þeir gleypa öngulinn; það kvæði er hlutlægt.
Yndi skáldsins er þar að lýsa öllu, himni og hafi, degin-
um, sjómönnunum, eins og hann sér það. Yfir kvæðinu er
einkennilegur svali:
Svalt er enn á seltu,
sjómenn vanir róa,
köld er undiralda,
árum skellir bára.