Skírnir - 01.01.1945, Page 18
16
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
in sjálf eru tekin burt. En allt sem Jónas nefnir í kvæði
þessu er sjálfstætt gagnvart honum, hann elskar það
gætt þeirri sérstöku fegurð, sem það eitt á til, sérleikur
þess gerir það dýrmætt, ég leyfi mér jafnvel að segja:
gerir það heilagt í augum hans. Því að þetta kvæði er
ekki, eins og mönnum hættir stundum til að halda, smá-
gert, snoturt lýriskt ljóð, heldur miklu fremur helgióður.
Stundum er um það rætt, hvort skáld hafi meira í
skáldskap sínum úr heimi augans eða eyrans, eða með
öðrum orðum: hvort heyrn eða sýn hafi veitt því meiri
fegurð. I eldri kvæðum Jónasar má vart á milli sjá, hvort
heldur er, en þegar lengra líður, er það augljóst, að mest
af fegurð hans er frá sjónarheimi; það mætti þá kveða
svo að orði, að sjón er alls upphaf. Sjónin er gleðin: lít-
um á kvæði eins og „Nú er vetur úr bæ“ eða „Gunnars-
hólma“ eða „Vorvísuna“ (Tinda fjalla) með hinum glöðu
litum. Sum kvæði freista manns til að kveða enn sterkar
að orði. Sjónin er honum opinberun. Hún veitir honum
hlutdeild í ljósheiminum og fegurð hans. Athugum um
leið myndina af Jónasi eftir Helga Sigurðsson, þá sem
prentuð var í síðasta Skírni og nú að nýju í Dagskrá lista-
mannaþingsins og Lesbók Morgunblaðsins í dag. Andlitið
er markað rúnum vonbrigða og rauna, en augun eru gædd
dularfullu lífi; þau eru þyrst eftir fegurð ljósheimsins.
Skyggni heiðríkjunnar hef ég leyft mér að kalla þessa
sjón.
IV.
Enginn les vísuorði meira í kvæðum Jónasar Hallgríms-
sonar svo, að hann veiti ekki athygli málfæri hans. En ef
til vill gæti manni vafizt tunga um tönn, ef hann ætti að
lýsa því, að ég tali nú ekki um, ef honum dytti í hug að
ætla sér að skýra það. Til að lýsa yndisþokka þess mætti
nefna einfaldleik og tærleik, lipurð og léttleika, næmleik
skáldsins á blæbrigði orðanna og fundvísi á hið rétta orð,
mætur hans á hinu skýra og hlutstæða, óbeit hans á mót-
aðri mynt. Rómantísku skáldin hér heima — og raunar