Skírnir - 01.01.1945, Síða 19
Skírnir
Jónas Hallgrímsson
17
líka annarstaðar — voru sí og æ að tala um rósir og lilj-
ur, þegar þeir áttu við einhver blóm; ég man ekki eftir
nema svo sem þremur slíkum rósum hjá Jónasi; hann tal-
ar um fífil, smára, brekkusóley, krossgras.
En lítillæti væri það að taka slíkar athuganir sem full-
komna lýsingu. Það er eins torvelt að lýsa málfæri Jón-
asar og leyndardómi fagurrar raddar, sem töfrar þann
sem á hlýðir.
Vera má, að einhver mundi vilja tala um íþrótt eða
fimleik í meðferð málsins. En í rauninni er hér um eitt-
hvað enn dýpra að ræða, einhverja óskilgreinilega eðlis-
vissu um hin réttu orð.
Það er einkennilegt, að Jónas virðist hafa þessa orðfeg-
urð á sínu valdi þegar í fyrstu kvæðum sínum; og þó að
honum aukist bragfesta, bragauðgi og fjölbreytni í efni,
er ég stundum efins um, hvort síðari kvæðin standi þeim
fyrri nokkuð framar að þessu leyti. Það er eins og í sum-
um fyrri kvæðunum sé meiri lifandi safi. En þá verður
mér hugsað til sumra vísnanna í kvæðaflokknum Á sjó
og landi (Annes og eyjar) — og þá finnst mér ef til vill
enn undursamlegri tónar í þeim.
Þegar mér verður hugsað til málfegurðar Jónasar, dett-
ur mér oft í hug annar maður, sem lifði á miklu verri öld
og var ekki lærisveinn Sveinbjarnar Egilssonar. Það er
langömmubróðir langafa Jónasar Hallgrímssonar, Hall-
grímur Pétursson. Þó að trúarlærdómar þeir, sem hann
nam af samtíma sínum, séu manni ekki mjög geðfelldir,
mun mörgum fara svo, að verða heillaður af málfæri
hans. Reyna má að skýra, í hverju þeir töfrar séu fólgnir,
en hjá flestum mun þó sú tilraun enda á fullkomlega óvís-
indalegri undrun.
V.
Það er kunnugt um ýmsa skapandi listamenn, að þeim
hefur verið gjarnt til geðbrigða. Jónas segir, að beztu
blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. Á öðrum
stað talar hann í sama orðinu um að kenna til og lifa.
2