Skírnir - 01.01.1945, Side 20
18
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Skapandi listargáfu fylgir oft mikill næmleikur, hvort
heldur um gleði eða sorg er að ræða, og er örskammt öfg-
anna á milli. Af allri gleði er sköpunargleðin mest, þá eru
þessir menn sælir eins og guðir — en fyrir þær stundir
verða þeir oft að gjalda aðrar, stundir myrkurs og þung-
lyndis.
Ekki þarf í grafgötur um það að ganga, að Jónas hefur
verið mikill geðbrigðamaður. Þegar í skóla er getið glað-
værðar hans og kímni, og kemur hún ekki síður fram í
bréfum hans, einkum til Konráðs. Þá kveður og allmikið
að henni í kvæðum hans, og væri margt um það að segja,
ef út í það væri farið. En bæði sum bréfin og kvæðin
sýna, að oft er skammt milli gamans og þunglyndis og oft
býr þunglyndi undir glensinu. Nóg önnur vitni eru um
þetta, og í sumum kvæðum finnst mér anda köldu von-
leysi. Mönnum getur vel dulizt þetta, því að karlmannlega
er að orði kveðið og aldrei gerðar gælur við þunglyndið,
eins og sum skáld gera.
Viðkvæmni Jónasar, sem var samgróin sjálfri listgáfu
hans, fékk á hinum síðari árum nóg tilefni til að honum
væri stundum þungt í skapi. Hann bjó við ástarharm, var
einstæðingur lengst af fjarri fósturjörðu sinni, en varla
minni einstæðingur, þegar hann var heima á rannsóknar-
ferðum sínum sumarið 1837 og árin 1839—42. Hann hafði
byrjað að stunda lögfræði við háskólann, en hneigðist að
náttúrufræði, og við hana fékkst hann síðari árin öll.
Hann varð studiosus perpetuus, og það hefur aldrei verið
vænlegt til virðingar.1) Það orð lék á, að hann væri drykk-
1) Prófið, sem hann tók 1838, var aðeins í steinafræði og jarð-
fræði og ekki í öðrum greinum náttúrufræðinnar, svo að um fulln-
aðarpróf getur ekki verið að ræða, enda kallar hann sig eftir sem
áður „candid. philos.“ í bréfi til Rentukammersins árið eftir. Ann-
ars má geta þess, að ýmsir hinir merkustu náttúrufræðingar Dana
um þessar mundir tóku ekki próf heldur, en sumir þeirra skrifuðu
verðlaunaritgerðir, sem var þeim nægilegur stökkpallur, eða nutu
áhrifamikilla styrktarmanna, sem studdu þá til embætta þar í landi.
Jónas var útlendingur og einstæðingur. Menntun hafði Jónas vitan-