Skírnir - 01.01.1945, Síða 22
20
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
nóg fyrir af henni og hættir til að taka undir með Heme
í hans ókurteislega kvæði: „Habe selber Seele genung“. —
En efnisval Jónasar segir ekkert til um reynslu, heldur um
óskir; það er samgróið fegurðarþrá hans, og í því er fólg-
in sjálf barátta hans fyrir sál sinni.
En vegna þess, hve skáldgáfa Jónasar er nátengd gleð-
inni, verður margt í síðari kveðskap hans svo einkenni-
legt. Böl og raunir teygja skuggafingur sína yfir hann, og
í kvæðunum kemur fram beiskja, spott eða harmur. Sjálf-
sagt hefur stundum sótt á hann skap Hamlets, að finnast
þessi dýrlegi hásalur, himininn, ekki vera annað en fúlt
og eitrað samsull af gufum. Eða þá hugur skáldsins fyll-
ist tilfinningu forgengileikans:
Ó, þú jörð, sem er
yndi þúsunda,
blessuð jörð, sem ber
blómstafi grundar,
sárt er að þú sekkur undir mér.
Eða raunirnar eru í fjarska, eru bak við eða umhverfis,
eins og dulið óyndi. Þetta er oft ákaflega kynlegt og
veitir sumum síðari kvæðum hans sérstakan blæ, sérstaka
töfra. Ég nefni sem dæmi kvæðaflokk þann, sem í útgáf-
unum er vanalega kallaður Á sjó og landi. Skáldið leitar
sér fróunar við sýnir úr íslenzkri náttúru, en umhverfis
er einhver auðn, eitthvert eilífðartóm, sem gerir sjón
fjalla og dala í kvæðinu svo undarlega ljúfsára, en glens-
ið eins og leikið sé á tvenna strengi.
VI.
Ég gat þess áðan, hvernig slóðir liggja til Jónasar Hall-
grímssonar úr öllum áttum, hvernig allt hið fjarskylda
verður hjá honum að einni lífrænni heild, en þó aðeins
það, sem hann þarf á að halda, hinu hrindir hann frá sér.
Og hvernig náttúrusýnir hans og hugsjónir fléttast alveg
saman, svo að ógerningur er að greina þær sundur. Ég
þekki fá skáld, er verk þeirra er jafn-rækileg eining og