Skírnir - 01.01.1945, Side 23
Skímii'
Jónas Hallgi'ímsson
21
kvæði hans. Þess vegna verða þau ekki, þegar frá eru tek-
in nokkur gamankvæði, að fagurfræðilegum leik. Og ég
held honum verði það aldrei, að hann bæti upp skort á til-
finningu með mælsku, og er það annars yfirtaks algengt
um skáld. í hverju orði hans býr heill maður. Þess vegna
eru heldur aldrei falskir tónar í kveðskap hans. Fegurðar-
dýrkunin á sér jafn-djúpar rætur hjá honum og guðsdýrk-
unin í sálarlífi trúaðs manns. Kvæði hans um sólina og
ljósið eru líkust trúarljóðum; í Andvökusálminum finnst
manni um líf skáldsins sé að tefla, þegar hann biður ljós-
ið að koma og hrekja dimmuna á burt. Aftur og aftur
freistast lesandinn til að viðhafa orðið heilagt um hið
fagra sem hann lýsir.
Skynjanirnar eru ljórar, sem vita að fegurðarheimi
náttúrunnar, sjónin veitir manninum hlutdeild í hinu feg-
ursta af öllu, ljósinu. Því að hlutdeild er það, sem Jónas
öðlast í náttúrunni. Með sunnangolunni flytur hann öll-
um drottins ást og frið, lætur bárurnar kyssa bát á fiski-
miði og vindana blása hlýtt á kinnum fríðum. Hann skil-
ur alveg bræðralag alls, sem blundar í næturkyrðinni:
Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru.
Hann elskar það allt, mennina, málið, dýrin, jurtirnar,
fjallið, fossinn, sólina. Fyrir ást sína og samúð er hann
með nokkru, nærri því dulspekilegu móti samur náttúr-
unni.
Og þess vegna verður það svo undarlega átakanlegt,
þegar dauðinn andar á hann. Yfirnáttúrlegir finnast mér
þá tónarnir í hörpu hans.
VII.
Ég skal ekki fara að fjölyrða um dauðdaga Jónasar;
hann fótbrotnaði, svo sem kunnugt er, þegar hann var að
koma heim um nótt, var daginn eftir fluttur á spítala, en