Skírnir - 01.01.1945, Page 25
Lárus Sigurbjörnsson
Guðmundur Kamban
I.
Fregnin um fall Guðmundar Kambans var óhugnanleg.
Á sömu stund og það var kunnugt, að Danir hefðu brotið
af sér hlekki áþjánar og ofbeldis nazismans þýzka, flaug
það fyrir, að hinn mæti íslenzki rithöfundur hefði verið
skotinn til bana af dönskum frelsisliðum. Aðförin að Guð-
mundi Kamban að morgni hins 5. maí s.l. hefur verið
skýrð að nokkru. Niðurstöður opinberrar rannsóknar hafa
verið birtar. Að sönnu verður að telja, að nokkuð vanti á,
að allt sé ljóst og skýrt um ástæður og aðdraganda að
heimsókn frelsisliðanna í mötuneytið við Uppsalagötu, en
fullsannað er, að Guðmundur Kamban verður ekki hafð-
ur að sök um þjónustu við ofbeldisseggina þýzku. Hitt er
annað mál, að Guðmundur Kamban var bæði fyrr og síð-
ar býsna hvassyrtur í garð Dana, þegar svo bauð við að
horfa, og hann átti ekki síður öfundar- og hatursmenn
þeirra á meðal en einlæga vini og aðdáendur. Maðurinn
var þannig gerður, að hann þurfti mikið olnbogarúm,
skapstór og hreinskilinn, kurteis maður í viðmóti, en gat
verið hrjúfur og snöggur á laginu, ef honum fannst á
hluta sinn gert. Hann átti ekki skap við Dani frekar en
margur íslendingur fyrr og síðar, og hann espaði þá gegn
sér með bersögli og umvöndunum, þegar verst gegndi.
Þannig var ræða hans í afmælishófi danskra leikritahöf-
unda 1931, og þannig kann hann að hafa talað og ritað,
meðan á hernámi Danmerkur stóð. Hefur slík orðræða
þá verið eins og olía í eld, sem nærri má geta. Sé litið til
atburðarins í Uppsalagötu í þessu ljósi, þá er eins og horft
sé á hrikaleg leikslok í harmleik. Síðustu orðaskiptin eru