Skírnir - 01.01.1945, Side 27
Skímir
Guðmundur Kamban
25
svörum: „Ég sá myrkrið þéttast, þangað til það varð að
blóðhnoðrum", stundum klaufalegum: „Mannshjartað er
eins og fjöllin: þau bergmála ekki, ef við göngum of nærri
þeim“, stundum smekklausum: „Þegar þú hlærð, er eins
og loftið fyllist af smáum sálum“. Ejlert Lövborg skýtur
upp kollinum í þessari kvenlegu aðdáun: „Ég sá þig koma
upp aftur með hvannakórónu á höfðinu. Ég sá þig koma
eins og grænkrýndan sæbúa upp úr djúpinu.“ Hadda hef-
ur sýnilega sömu tilhneigingu til að skreyta elskhuga sinn
og Hedda Ibsens, og er Ingólfur þó ennþá auðmjúkari
maður en Lövborg. „Þegar þú ert staðin upp, vil ég kyssa
sporin eftir fætur þína —,“ segir þessi karlmaður. Ástæðu-
laust væri að rifja þetta upp, ef svo stæði ekki á, að nýrri
leikritahöfundar íslenzkir hafa tekið til við spakmæla-
austurinn, og virðist langt í land, að hið rómantíska ker-
ald sé þurrausið. Skynsamleg voru þau ummæli Indriða
Einarssonar, að Sigurður Pétursson hefði mótað stíl ís-
lenzkra leikritahöfunda fram til þess tíma, er Jóhann
Sigurjónsson reit Bóndann á Hrauni, en síðan hefði stíll
Jóhanns ráðið mestu. Guðmundur Kamban festi þennan
stíl enn frekar í sessi með fyrstu leikritum sínum, Höddu-
Pöddu og Konungsglímunni, sem bæði voru skrifuð fyrir
leiksviðið hér. Því miður urðu síðari leikrit Kambans,
þegar hann var vaxinn frá hinum rómantíska hætti,
áhrifalaus að mestu á vora leikmennt. Ef Hedda Ibsens
hefur verið fyrirmyndin að Höddu að verulegu leyti, þá
er ekki kyn, þó að sumar aukapersónur leiksins séu næsta
þokukenndar. Þær eru aðeins til umbúnaðar utan um dýra
mynd, því að dýr mynd er lýsingin á Hrafnhildi, hvað
sem öðru líður. En það er furðulegt, að höfundur með
jafnnæman dramatískan skilning skyldi skipa annað aðal-
hlutverk leiksins jafnsviplítilli persónu og Ingólfi. Ég
held, að enginn vanmáttur hafi valdið þessu. Ég held, að
skýringuna sé að finna í ósjálfráðri tilhneigingu hvers
rithöfundar að fjarlægjast og umskapa efnislegar 'fyrir-
myndir, en leikritið á sér mjög sterka efnislega fyrir-
mynd þar sem er Valshreiðrið, smásaga eftir Einar Bene-