Skírnir - 01.01.1945, Page 29
Skírnir
Guðmundur Kamban
27
framgjörnum, ekki hugmyndaríkum frekar en oft er um
viljasterka menn, en svo ákafa hrifnæmum, að bregður til
ljósnæmi kvikmyndaræmu. Nokkra helztu drætti þessarar
myndar sjáum vér aftur hjá söguhetjunni í skáldsögunni
Ragnar Finnsson.
Þótt undarlegt megi virðast, tóku Danir, og það jafn-
vel kunnáttumenn þeirra á meðal, fyrir góða og gilda
vöru ýmislegt það, sem telja verður til ritlýta í fyrstu
leikritum Guðmundar Kambans. Þeir höfðu áður staðið
höggdofa gagnvart dramatískum mætti Jóhanns Sigur-
jónssonar í leikritunum Bóndanum á Hrauni og Fjalla-
Eyvindi (sem raunar hét Kona Fjalla-Eyvindar á dönsku),
en tekið Dr. Rung kuldalega. Nú kynntust þeir öðru
dramatísku skáldi, sem hafði konur fyrir stafnbúa líkt og
Jóhann og beitti svipuðum leikbrögðum þjóðsagna og há-
fleygs skáldamáls. Danir þóttust sjá, að hér væri á ferð-
inni sérstakur íslenzkur „pathos", spánýr útflutningur
frá sögueyjunni, og jafnvel jöfurinn sjálfur, Georg Bran-
des, lokaði augunum fyrir því, að það var engin persóna
í leiknum um Höddu-Pöddu fyrir utan hana sjálfa. Hún
var þar ein eins og í grískum harmleik með þokukór fyrir
framan sig. Með frábærum leik bar Ella Ungermann leik-
inn fram til sigurs á danska þjóðleiksviðinu. Hér á leik-
sviðinu féll hismið frá kjarnanum. Leikur frú Guðrímar
Indriðadóttur gnæfði upp úr.
III.
Konungsglíman var frumsýnd í Reykjavík 26. desember
1917. Síðar var þessi leikur sýndur í Norska leikhúsinu
í Ósló og í Konunglega leikhúsinu í Höfn 1920. Rétt á
litið hefst sjálfráð leikritun Guðmundar Kambans með
þessu leikriti. Þótt því sé áfátt um sitthvað og í meira
lagi losaralegt í byggingunni, þá koma hér glögglega fram
sum beztu einkenni leikritaskáldsins. Einstök atriði eru
mótuð með krafti og kynngi og einfaldar athafnir gerðar
eftirminnilegar. Hins vegar kemur fram skortur á hug-