Skírnir - 01.01.1945, Síða 30
28
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
kvæmni og öfgar settar í staðinn. Ef til vill var það fram-
bærilegt við danska áhorfendur, að náðun afbrotamanns
á íslandi væri komin undir því, að sonur mannsins ynni
konungsglímu á Þingvöllum, en hér var slíkri kenningu
eðlilega tekið kuldalega. Leikurinn kom út á dönsku 1915,
en hefur ekki verið gefinn út á íslenzku.
Þegar hér var komið, stóð Guðmundur Kamban á vega-
mótum í lífinu. Hann hafði sigrazt á byrjunarerfiðleikum,
sem sligað hefðu margan minni mann. Hann hafði skrif-
að leikrit sín jöfnum höndum á íslenzku og dönsku, mætt
litlum skilningi hjá löndum sínum, en hafður í hávegum
hjá Dönum. Ekkert lá beinna við en slá slöku við íslenzk-
una og taka upp framleiðslu á kynjamyndum frá sögueyj-
unni. En þetta gerði Guðmundur Kamban ekki. Það er
satt, sem Svend Borberg sagði um hann 1939: „Menn bera
með réttu virðingu fyrir rithöfundinum Guðmundi Kamb-
an, sem aldrei hefur sótzt eftir auðunnum sigrum, þvert
á móti hefur hann unnið sigra þar, sem þeir voru torsótt-
astir.“ Metnaði hans var ekki fullnægt með sigri Höddu-
Pöddu, og Konungsglíman var eins og hver annar stíll,
sem hann varð að brjótast fram úr til æfingar, sjá hve
langt hann kæmist með heimatekið efni. Þrekraunin beið
framundan. Hann vildi sanna útlendum þjóðum, „að nú-
tímamenning væri ekki framandi hugtak á lslandi“. Fyrir
leikritahöfund lá þá beinast við að taka upp alþjóðleg við-
fangsefni úr menningarumhverfi stórborganna og sýna,
að Islendingurinn væri engu síður fær um að brjóta þau
til mergjar en hver annar. Haustið 1915 fer hann nú til
New York og dvelur þar í tvö ár. Þegar hann kom aftur
til Danmerkur, hafði hann meðferðis stórbrotið ádeilurit
á afstöðu þjóðfélagsins til afbrotamanna. Sjónleikurinn
Marmari (á dönsku Marmor, hefur ekki verið þýddur á
íslenzku) kom út 1918, en nú brá svo undarlega við, að
þetta leikrit, sem skarar langt fram úr frumsmíðunum
báðum, fékkst ekki sýnt í Danmörku, og lagði Georg
Brandes því samt lið. Kamban fékk að kenna á því sama
og Jóhann Sigurjónsson: haldið þið ykkur við efnið, ís-