Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 31
Skímir Guðmundur Kamban 29
lendingar! En Kamban átti fleira í farangri sínum frá
New York. Árið 1920 kom út leikritið Vér morðingjar
(Vi Mordere), og samstundis stóðu honum allar leikhús-
dyr opnar. Með þessu eina átaki sannaði Guðmundur
Kamban ekki aðeins til fullnustu yfirburði sína sém leik-
ritahöfundur, heldur kippti hann um leið íslenzkri nú-
tíma-Ieikritun upp að háborði evrópiskrar leikmenningar.
Frumsýningin í Dagmarleikhúsinu fór fram 2. marz 1920,
en 7. október sama ár í Reykjavík. Skörpustu gagnrýn-
endur Dana hældu leiknum á hvert reipi, og bezti leik-
húsmaður hér, Bjarni Jónsson frá Vogi, tók í streng með
þeim, en samt fór nú svo um sýninguna hér, að hún féll
ekki áhorfendum í geð. Vilhjálmur Þ. Gíslason (Vþg. í
Lögréttu) kenndi leikendunum um: „leikritið missti mik-
ið af mætti sínum á leiksviði“, og áhorfendum um þroska-
leysi: „áhorfendur misskildu afstöðu hjónanna". Ég held,
að þetta hafi verið einhver sárustu vonbrigði Guðmundar
Kambans. Upp frá þessu fór hann að gefa gætur að leik-
húsmálunum hér heima, og áður en lauk, hafði hann kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að leikendur vorir þyrftu bein-
línis að setjast á skólabekkinn og læra list sína frá undir-
stöðuatriðunum að telja. Þessar kröfur voru í samræmi
við hinn stranga skóla, sem hann hafði sjálfur gengið í
gegnum, og þær kröfur, sem hann gerði til leikara við þau
leikhús, sem hann starfaði hjá. Hér var þessum skoðun-
um fálega tekið, og var samt kyrrt á yfirborðinu, þangað
til hann bauð Leikfélagi Reykjavíkur samvinnu um sýn-
ingar á nokkrum leikritum 1927. Tilboði Kambans var
hafnað, og síðan átti hann ekki samleið með leikhúsmönn-
um vorum, en hvílíkt tjón leikhúsið hér hefur beðið við
það að fá ekki að njóta forystu hans, verður seint metið.
Vér morðingjar var síðasta leikrit Kambans, sem sýnt
var hér, þegar frá er talin sýning hans á Sendiherranum
frá Jívpiter 1927, en þessi tvö leikrit réðst hann í að sýna
með tilstyrk nokkurra leikenda bæjarins, og lék hann
sjálfur aðalhlutverkin í báðum leikjum.1)
1) Halldór Kiljan Laxness skrifar þannig í Iðunni 1934: „Guð-