Skírnir - 01.01.1945, Síða 32
30
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Með leikritunum Marmari og Vér morðingjar hafði
Guðmundur Kamban tryggt sér endanlega sæti á skálda-
þingi Norðurlanda, eða eins og Svend Borberg orðaði
það: „Tvímælalaust er hann meðal merkustu leikritahöf-
unda á Norðurlöndum. Leikrit hans Vér morðingjar og
Marmari eru eftirbreytnisverð dæmi um góða leikrita-
gerð.“ Höfundurinn gat nú leyft sér að segja áhorfend-
um sínum í Danmörku svolítið til syndanna. Arabísku
tjöldin, sjónleikur í þremur þáttum, kom út 1921. Hér er
deilt á aldarfarsbresti, léttúð í hjónabandssökum. Til að
gera Hafnarbúum ádeiluna eftirminnilega, lætur Kamban
persónurnar vera íslenzkar, fólk af gamalli hefðarætt,
þrjá ættliði, og sýnir, hvernig spilling umhverfisins, Hafn-
arlífsins, læsir sig inn í ættkvíslina eins og rauðafár á
laufguðum reyni. Leiknum var vinsamlega tekið, en höf-
undurinn var ekki ánægður með leikinn. Hann skerpti
ádeiluna og sneri leiknum upp í gamanleik. Og nú kom
hljóð úr horni, þegar leikurinn í hinni nýju mynd „Derfor
skilles vi“ var sýndur í Höfn (1939). „Kamban lætur ís-
lendinga vera siðláta, með siðsamar erfðavenjur, en Dani
vera léttúðuga. — Hann heldur auðsjáanlega, að Danir
séu neflausir —“ o. s. frv. Það vantaði ekki heldur gamla
heilræðið: „íslendingar ættu að sýna hið mikilfenglega,
ástríðuþrungna líf, sem sögurnar segja frá.“ Enginn út-
flutningur frá íslandi nema saltfiskur og síld!
Árin eftir 1920 var vegur Kambans hvað mestur. Leik-
rit hans eru sýnd víða, Stjörnur eyðimerkurinnar, sjón-
leikur í fjórum þáttum, og skáldsagan Ragnar Finnsson
komu út þessi árin, hann er leikstjóri við Dagmar-leik-
húsið og síðar við Alþýðuleikhúsið, skáldsagan Det soven-
de Hus kemur út og er kvikmynduð, kvikmyndaleiðangur
er gerður út til íslands og Hadda-Padda kvikmynduð aust-
mundur Kamban sýndi það hér 1927, hvað hægt er að komast með
viðvaning-um undir sterkri, kunnáttusamri leikstjórn. Sýningar hans
voru prófsteinn á íslenzkan listaþroska á þessu sviði, sem ljósast
kemur fram í því, að ekki hefur verið minnzt á Guðmund Kamban
í sambandi við íslenzkt leikhús síðan.“