Skírnir - 01.01.1945, Síða 33
Skírnir
Guðmundur Kamban
31
ur í Fljótshlíð. Og einmitt nú, þegar hann stendur við
fyrsta takmark sitt, birtir hann eins konar stefnuskrá
sína. „Mig langaði til að benda útlendum þjóðum á, að nú-
tímamenning væri ekki framandi hugtak á íslandi. Ég
vildi byrja á því í mínum fyrstu tveim leikritum að leggja
þungamiðju efnisins í íslenzkt menningarumhverfi. I öðr-
um síðari ritum legg ég þessa þungamiðju í menningar-
umhverfi stórborganna, — umhverfi alþjóðamenningar.
Lokahlekkurinn í þessari festi er Sendiherrann frá Júpí-
ter. Runnið upp úr vestrænni menningu ófriðarkastanna,
hafið yfir stað og tíma. — Nú get ég aftur snúið mér að
eigin þjóðlífi, þar sem hvert yrkisefnið öðru fegra bíð-
ur."1) Hann bauð íslenzka leikhúsinu það verk, sem hann
áleit lokahlekkinn í starfi sínu til þessa, og hann bauð
fram starfskrafta sína til að lyfta íslenzkri leiklist upp
frá viðvaningshættinum. HVorugt var þegið. Vonsvikinn
og gramur hvarf hann aftur til Danmerkur. Þar beið hann
sinn fyrsta ósigur, og raunverulega eina ósigur, á leik-
sviðinu, þegar Sendiherrann frá Júpíter var sýndur á
Betty-Nansen-leikhúsinu haustið 1929. Hann hafði ekki
ætlað sér af. Prédikunartónninn, sem hann hafði notað í
Stjömum eyðimerkurinnar, var orðinn ein samfelld pré-
dikun í Sendiherranum. Hér var ekki um að gera að tyfta
eina smáþjóð eða tvær, leikritið var „hafið yfir stað og
tíma“, vöndurinn lagður á mannkynið að hætti spámanna.
Það gerði minnst til, að hugmyndin var ekki séi'lega frum-
leg, hafði m. a. verið notuð í Sendiboðanum frá Marz eftir
Ganthony um aldamót og sjálfsagt víðar, því að það er
um sjónleiki eins og Granville-Barker segir, að þeir hafa
verið framleiddir í 400 ár eða lengur sem eftirlíkingar
eftirlíkinga þess, sem í upphafi var ekki eftirlíkingarvert.
Víxláhrifin í þessari grein eru ef til vill meiri en í nokk-
urri annarri grein bókmenntanna. Hitt var lakara, að
broddur ádeilunnar í mörgum bráðsmellnum augnabliks-
myndum og hnífhvössum tilsvörum sljóvgaðist vegna há-
1) Morgunblaðið, 23. maí 1927.