Skírnir - 01.01.1945, Síða 34
32
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
tíðlegheitanna utan um þennan sendiherra og allt hans
vísindalega pírumpár. Höfundurinn tók sjálfan sig full-há-
tíðlega. Það þurfti önnur tök við þetta efni, svo að skeytin
kæmu á réttan stað. Gagnrýnendur í Danmörku rifu leik-
inn í sig eins og hungraðir úlfar. Þeir höfðu loksins fund-
ið snöggan blett á Guðmundi Kamban. Hér heima hóf
hinn mikli prédikari, Haraldur Níelsson, leikinn til skýj-
anna. Hann heyrði raust prédikarans. Leikurinn var sýnd-
ur tvisvar í Betty-Nansen-leikhúsinu, í annað sinn ókeypis
að skipun hinnar hugumstóru forstöðukonu, Betty Nan-
sen, til að storka gagnrýnendunum. Um langan aldur hafði
enginn leikur fengið aðra eins útreið í Danmörku. Al-
menningur flykktist í leikhúsið á ókeypis-sýninguna, hyllti
skáldið og Betty Nansen, og vinir Kambans mótmæltu
meðferðinni á honum, en allt kom fyrir ekki, leikurinn
var ekki sýndur oftar.
Það var’ stoltur og reiður rithöfundur, sem slöngvaði
framan í starfsbræður sína, danska leikritahöfunda, á
25 ára afmælishátíð samtaka þeirra: „Islenzkir leikrita-
höfundar gengu í samband danskra leikritahöfunda um
sama leyti og sænska stórmennið Strindberg dó. Síðan
hefur Island verið það land, sem kastað hefur ljóma yfir
norrænan leikritaskáldskap." Þetta má heita fulldjarf-
lega til orða tekið af slíkum kunnáttumanni sem Guð-
mundur Kamban var. Að vísu risu að minnsta kosti tvö
leikrit Jóhanns Sigurjónssonar hátt upp yfir lágsléttu
dramatísks skáldskapar þess tíma, og sjálfur stóð Guð-
mundur Kamban í fylkingarbroddi dramatískra skálda
Norðurlanda, en þar með var líka það talið, sem ljómi gat
af staðið í þessu efni frá Islandi. Auðvitað fann hann til
þess og með fullum rétti, hver staða hans var innan leik-
hússins á Norðurlöndum, en annað og meira býr samt
undir hinum djörfu ummælum. Hér slær saman ósk og
veruleika. Hann hafði unnið markvíst að því að víðfrægja
íslenzka menning, og duldust honum þó ekki annmarkar
hennar. Eftir því sem árin liðu, varð trú hans á íslenzka
menning heitari og innilegri, og ósk hans um hlutskipti